Vaxtarsamningur Eyjafjarðar er samstarfsverkefni opinberra og einkaaðila um uppbyggingu atvinnulífs við Eyjafjörð og hófst hann árið 2004.

Eldri fréttir

  1-20 af 20  
DagsetningGrúppaFrétt
19. des. 2007   Vaxey - Almennt

Vaxtarsamningur Eyjafjarðar endurnýjaður með breyttum formerkjum til næstu þriggja ára

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar kynnti í gær drög að samningi iðnaðarráðuneytisins og AFE um nýjan Vaxtarsamning Eyjafjarðar sem tekur gildi í ársbyrjun 2008 og gildir til ársloka 2010. Til samningsins er varið um 90 milljónum króna á samningstímanum úr ríkissjóði og er markmið hans að efla nýsköpun atvinnulífsins á starfssvæði AFE og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Áætlað er að formleg undirritun samningsins fari fram strax eftir áramót.
12. des. 2007   Vaxey - Almennt

Nýr vaxtarsamningur kynntur í næstu viku

Núverandi Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðis rennur sem kunnugt er út um næstu áramót. Unnið hefur verið á undanförnum mánuðum að útfærslu á endurnýjum hans og liggur niðurstaða af þeirri vinnu fyrir. Samningurinn verður endurnýjaður í breyttri mynd og verður útfærslan kynnt á opnum fundi á Hótel KEA á Akureyri næstkomandi þriðjudag kl 15.
09. nóv. 2007   Vaxey - Almennt

Snow Magic og Selasetrið kynnt á hádegisverðarfundi

Í hádeginu í dag boðaði ferðaþjónustuklasi Vaxtarsamnings Eyjafjarðar ferðaþjónustuaðila til hádegisverðarfundar á veitingastaðnum Friðriki V á Akureyri. Fundir sem þessir eru orðnir fastur liður í starfi klasans og sem fyrr var vel mætt. Á fundinum voru tvö verkefni í ferðaþjónustu kynnt. Annars vegar Selasetrið á Hvammstanga og hins vegar verkefnið Snow Magic í Mývatnssveit.
15. okt. 2007   Vaxey - Almennt

Yfir 10 þúsund gestir á MATUR-INN 2007

Talið er að yfir 10 þúsund manns hafi lagt leið sína á sýninguna MATUR-INN 2007 sem haldin var í Verkmenntaskólanum á Akureyri um helgina og helguð varð norðlenskum mat og matarmenningu. Fyrir sýningunni stóð félagið Matur úr héraði ? Local Food og tóku um 60 norðlenskir sýnendur þátt í henni. Sýning undir sama nafni var haldin fyrir tveimur árum en bæði sýnendafjöldi og aðsókn var tvöfalt meira í ár. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnaði sýninguna formlega á laugardag og lýsti yfir mikilli ánægju með það sem fyrir augu hans bar á sýningarsvæðinu. Ýmsar keppnir og viðburðir fóru fram samhliða sýningunni og vöktu mikla athygli sýningargesta.
09. okt. 2007   Vaxey - Almennt

Norðlenskur Matur á sýningunni Maturinn 2007

Um næstu helgi verður sýningin MATURINN 2007 haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Fyrir henni stendur félagið Matur úr héraði ? Local Food og er sýningunni ætlað að endurspegla fjölbreytni í mat og matarmenningu á Norðurlandi. Sýning undir sama nafni var haldin fyrir tveimur árum en sýnendur nú eru nálega helmingi fleiri og dagskrá ennþá fjölbreyttari. Meðal viðburða á sýningunni er úrslitakeppni Klúbbs matreiðslumeistara um titilinn Matreiðslumaður ársins 2007. Sýningin verður opin kl. 11 -17 á laugardag og sunnudag og er aðgangur ókeypis. Formleg opnun verður kl. 14 á laugardag þegar Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimsækir sýninguna.
08. okt. 2007   Vaxey - Almennt

Matvælaklasi auglýsir eftir nýjum hugmyndum

Matvælaklasi hefur auglýst eftir nýjum hugmyndum sem leitt geti til aukinnar verðmætasköpunar í matvælaframleiðslu á Eyjafjarðarsvæðinu. Verkefnið byggi á samstarfi og samvinnu tveggja eða fleiri aðila og miðar að auknum umsvifum, betri þjónustu, vöruþróun eða uppbyggingu þekkingar.
31. ág. 2007   Vaxey - Almennt

Nýr verkefnastjóri mennta- og rannsóknaklasa

Nú um mánaðamótin tekur Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, við verkefnisstjórn mennta- og rannsóknaklasa. Frá sama tíma lætur Björk Sigurgeirsdóttir af störfum fyrir Vaxtarsamning Eyjafjarðar en hún hefur verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri hjá Þróunarstofu Austurlands og framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Austurlands.
26. júl. 2007   Vaxey - Almennt

Húllumhæ viðburðavika í Eyjafirði í ágúst

Gestkvæmt verður á Eyjafjarðarsvæðinu á komandi viku og ber hæst stóra viðburði á svæðinu, s.s. Fiskidaginn mikla á Dalvík og Handverkshátíð í Eyjafjarðarsveit. Ekki er óvarleg að ætla að gestir á svæðinu telji tugi þúsunda. Í ljósi þessa hafa aðilar á Eyjafjarðarsvæðinu og forsvarsmenn þessara hátíða hafa tekið höndum saman um að skipuleggja viðburðadagskrá á svæðinu og kynna hana undir heitinu ?Húllumhæ ? viðburðavika í Eyjafirði?. Markmiðið er að kynna á skipulegan hátt fyrir gestum á svæðinu það sem er í boð í afþreyingu og skemmtun hvers konar.
09. júl. 2007   Vaxey - Almennt

Margt líkt með Ástralíu og Íslandi!

Gestir á Rural Clusters ráðstefnunni, sem haldin var á Akureyri í júní, komu víða að. Flestir áttu það sameiginlegt að koma frá strjálbýlli svæðum þar sem klasahugmyndafræðinni er beitt til uppbyggingar á atvinnulífi, enda ráðstefnunni ætlað að beina kastljósinu að slíkum svæðum sérstaklega.
15. jún. 2007   Vaxey - Almennt

Mjög vel heppnuð alþjóðleg klasaráðstefna

Alþjóðlegri ráðstefnu um klasastarf á stjálbýlum svæðum lauk á miðvikudaginn á Akureyri en hún var haldin af Vaxtarsamningi Eyjafjarðar í samvinnu við The Competitiveness Institute. Ráðstefnuna sóttu um 60 manns, þar af um helmingur erlendir gestir sem fæstir höfðu áður komið hingað til lands. Ráðstefnur um klasastarf eru haldnar reglubundið víðs vegar um heim en ráðstefnan á Akureyri var að því leyti einstök að þar var kastljósinu í fyrsta sinn bein sérstaklega að klasastarfi á strjálbýlli svæðum. Bjarni Jónasson, verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, segir þátttakendurna hafa lýst miklu lofi á ráðtefnuna að henni lokinni.
01. jún. 2007   Vaxey - Almennt

Alþjóðleg ráðefna á Akureyri um klasastarf

Dagana 11.-13. júní næstkomandi verður efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu á Akureyri þar sem fjallað verður um klasastarf á strjálbýlum svæðum. Að ráðstefnuhaldinu stendur Vaxtarsamningur Eyjafjarðar en fulltrúar allra vaxtarsamninga hér á landi taka þátt í ráðstefnuni. Því til viðbótar kemur fjöldi þátttakenda erlendis frá og meðal fyrirlesara er að finna þekkta einstaklinga úr klasastarfi víða í heiminum.
31. maí 2007   Vaxey - Almennt

Aðalfundur Matar úr héraði ?Local food?

Aðalfundur félagsins Matur úr héraði ?Local food? var haldinn á dögunum. Stjórn félagins var einróma endurkjörin á fundinum en fyrir henni fer Auðjón Guðmundsson, en aðrir í stjórn félagsins eru Hanna Dögg Maronsdóttir, Ingvar Már Gíslason, Júlíus Júlíusson og Sigurbjörn Sveinsson.
16. maí 2007   Vaxey - Almennt

Hugmyndir um framlengingu samningsins um fimm ár

Ársfundur Vaxtarsamnings Eyjafjarðar var haldinn í gær. Á fundinum kom fram að vinna er hafin við endurnýjun samningsins og áframhald atvinnuþróunarstarfs á svæðinu sem byggist á þeirri reynslu sem fengin er af starfi Vaxtarsamningsins. Á næstu dögum verður samningsaðilum kynntar hugmyndir stjórnar Vaxtarsamningsins um endurnýjun samningsins til næstu fimm ára en samningurinn rennur út um næstu áramót.
10. maí 2007   Vaxey - Almennt

Ársfundur Vaxtarsamnings Eyjafjarðar næstkomandi þriðudag

Ársfundur Vaxtarsamnings Eyjafjarðar verður haldinn þriðjudaginn 15. maí kl. 14 í félagsheimili NLFA í Kjarnaskógi (norðan Kjarnalundar) Á fundinum verður flutt skýrsla sjórnar, gefið yfirlit af verkefnum samningsins og loks flytur Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital fjárfestingarbanka á Akureyri erindi. Fundarstjóri verður Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri Léttar veitingar að fundi loknum í umsjón Friðriks V. með áherslu á eyfirskt hráefni í anda félagsins Matur úr héraði ? ?Local food?
09. maí 2007   Vaxey - Almennt

RES Orkuskóli tekur formlega til starfa á Akureyri

RES Orkuskóli (The School for Renewable Energy Science ) tók formlega til starfa með opnunarhátíð í Ketilhúsinu á Akureyri í dag. Skólinn er afrakstur fjögurra ára undirbúningsferlis og verður alþjóðleg einkarekin mennta- og vísindastofnun á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Fyrsti nemendahópur skólans er væntanlegur til Akureyrar eftir um fjórar vikur en áætlað er að nemendur verði 50-80 þegar skólinn verður kominn í fulla starfsemi. Ljóst er að umfang skólans kallar á byggingu vísindagarða við Háskólann á Akureyri og sömuleiðis er í farvatninu bygging nýrra íbúða við stúdentagarða Háskólans á Akureyri sem nýtast munu skólanum. Forsvarsmenn RES Orkuskóla kynntu starfsemina við hátíðlega athöfn í Ketilhúsinu á Akureyri í dag og við þá athöfn fluttu fluttu m.a. ávörp Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og HalldórJ. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands. Á fundinum var tilkynnt um 150 milljóna króna framlag úr Þróunarsjóði EFTA vegna umsóknar fimm tækniháskóla í Póllandi um menntun pólskra verkfræðinga í orkufræðum við Orkuskólann. Sömuleiðis var tilkynnt um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um 60 milljóna króna stuðing við RES Orkuskóla.
23. apr. 2007   Vaxey - Almennt

Heimur Norðurhafa verði til á Akureyri

Í dag var stofnað sérstakt félag á Akureyri til undirbúnings þess að í bænum rísi sjávarsafn og rannsóknamiðstöð um menningu og lífríki við Norðurhöf. Safnið yrði mjög umfangsmikið og eitt af meginsöfnum landsins. Fyrstu hugmyndir gera ráð fyrir að safnsvæðið verði allt að 5000 fermetrar að stærð og að kostnaður við að koma safninu á fót geti orðið um 2 milljarðar króna. Markmiðið með formlegu undirbúningsfélagi er að hafa frumkvæði að frekari forvinnu sem síðan verði lögð fyrir opinbera aðila, sem og fjárfesta, þegar kemur að því að afla verkefninu fjármagns til að hrinda því í framkvæmd.
23. mars 2007   Vaxey - Almennt

Undirbúningsfélag um byggingu jarðgerðarstöðvar á Eyjafjarðarsvæðinu stofnað

Í gær var stofnað hlutafélagið Molta ehf. til undirbúnings byggingu jarðgerðarstöðvar fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Að fyrirtækinu standa öll sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu og allir stærstu matvælaframleiðendurnir á svæðinu. Með stöðinni er mun verða jarðgerður meira en helmmingur af þeim úrgangi sem nú fer í urðun á Glerárdal. Upphaf að þessu verkefni er rakið til starfs innan matvælaklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðar þar sem berlega kom í ljós að matvælaframleiðendur á svæðinu voru sammála um að lausn í sorpmálum væri eitt brýnasta hagsmunamál fyrir þá atvinnugrein og raunar svæðið sem heild.
07. mars 2007   Vaxey - Almennt

Undirbúningur að endurnýjun Vaxtarsamnings Eyjafjarðar hafinn

Á dögunum hélt stjórn Vaxtarsamnings Eyjafjarðar fund á Hótel KEA á Akureyri með fulltrúum þeirra sem aðild eiga að samningnum og starfsmönnum. Á fundinum var farið yfir reynslu af starfinu og sýn á endurnýjun samningsins. Fundurinn er liður í vinnu við endurnýjun samningsins en sem kunnugt er rennur hann út um næstu áramót. Sigríður Stefánsdóttir, sem sæti á í stjórn Vaxtarsamningsins, stjórnaði fundinum og segir hún að hann hafi verið mikilvæg upplýsingasöfnun fyrir stjórnina til áframhaldandi vinnu.
28. feb. 2007   Vaxey - Almennt

ORKEY stofnað til undirbúnings framleiðslu á jurtaolíu sem eldsneyti

eldsneytið gæti leyst svartolíu af hólmi í íslenska fiskiskipaflotanum

Í dag var stofnað á Akureyri hlutafélagið ORKEY sem hefur að markmiði að skoða leiðir og hagkvæmni þess að framleiða jurtaolíu úr kanadísku kanólafræi, mögulega í Krossanesverksmiðjunni við Akureyri. Um er að ræða vistvænan orkugjafa sem má brenna í stað svartolíu í íslenskum fiskiskipum en hluti flotans notar nú svartolíu á skipavélarnar. Mennta- og rannsóknaklasi Vaxtarsamnings Eyjafjarðar vann að undirbúningi stofnunar félagsins.
09. feb. 2007   Vaxey - Almennt

Starfsendurhæfing Norðurlands formlega tekin til starfa

Formleg opnunarhátíð Starfsendurhæfingar Norðurlands var í dag, 9. febrúar, einu ári eftir stofnun hennar. Viðstaddir opnunarhátíð hennar á Akureyri voru m.a. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis og Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Geirlaug G. Björnsdóttir og er Starfsendurhæfing Norðurlands til húsa að Þórsstíg 4 á Akureyri og starfar þar við hlið Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar.
   

Vaxtarsamningur Eyjafjarðar - Borgum v/ Norðurslóð - 600 Akureyri
Sími: 460-5700 - Fax: 460-5709 - Netfang: