3.4
Kostnašur viš gagnaflutning (Dęmi)
Hagkvæmni
einstakra kosta, sem fjallað var um í kafla
3.3, er misjöfn eftir þörfum einstakra aðila,
eftir því hvar á landi menn eru staddir og þeim
búnaði sem þegar er til staðar.
Eins
og fyrr segir er greitt fyrir bandbreidd ýmist eftir (hámarks-)
flutningsgetu tengingar eða eftir því magni sem
flutt er. Stundum er notuð blanda af hvoru tveggja. Bandbreidd
hefur því áhrif á kostnað notandans
af tengingunni.
Í
kafla 3.3. var einnig minnst á
kostnaðarlegan ójöfnuð sem ríkir á
milli fyrirtækja eftir því hvar þau eru
stödd á landinu. Um þetta atriði hafa undanfarið
skapast miklar og háværar umræður jafnhliða
harðri gagnrýni á verðlagningu Landssímans.
Landssíminn hefur varið sig með því
að segja að forsenda verðlagningarinnar sé háð
notkun sem er eðlilega mest á höfuðborgarsvæðinu.
Hér
á eftir eru tekin tvö dæmi sem sýna að
kostnaðarlega er erfiðara að reka fyrirtæki, sem
þarf á gagnavinnslutækni að halda, á
Akureyri en í Reykjavík. Dæmin eru fengin frá
Landssíma Íslands og ná annars vegar yfir Frame
Relay tengingu og hins vegar tengingu með leigulínu.
Það skal tekið fram að verðlagning á
Frame Relay tengingu stýrist af því hversu hátt
hlutfall af bandbreiddinni er tryggt. Eins og tekið er fram
hér að neðan er miðað við 25% tryggingu
á bandbreidd í dæminu um Frame Relay. Uppgefið
verð er með virðisaukaskatti. Með 2 mb/s miðju
er í raun átt við staðsetningu fyrirtækis
þar sem tenging á sér stað inn á
víðnet, og í dæmi um Frame Relay hér
að neðan er greitt 7.500 kr. tengigjald á þeirri
staðsetningu.
3.4.1
Dęmi um Frame Relay
3.4.2
Dęmi um leigulķnur
3.4.3
Er veršlagning Landssķmans hindrun fyrir landsbyggšina?
|