Atvinnuráðgjöf
Tilgangur
- Markaðssetning fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu gagnvart öðrum mörkuðum.
- Stuðla að bættum búsetu- og rekstrarskilyrðum á Eyjafjarðarsvæðinu.
- Veita upplýsingar til fyrirtækja á svæðinu varðandi markaði og sóknarfæri.
- Vera hlekkur í samskiptakeðju milli fyrirtækja á svæðinu og stofnana í stoðkerfi atvinnulífsins.
- Vinna að því að koma á samvinnu milli fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu og fyrirtækja á öðrum mörkuðum innlendum og erlendum.
- Markaðssetning og undirbúningur iðnaðarlóða fyrir heppilega iðjukosti.
Framtíðarsýn
- Að á Eyjafjarðarsvæðinu verði til öflugur kjarni framsýnna fyrirtækja.
- Að fjölbreytni á öllum sviðum atvinnulífsins, aukist til að mæta kröfum nútímans.
Markmið
- Að auka hlut Eyjafjarðar í verkefnum á sviði hins opinbera með nánu samstarfi við aðila í stoðkerfinu.
- Með þátttöku í verkefnum, með Þróunarsviði Byggðastofnunar og sveitarstjórnum á starfssvæðinu, sem miða að bættum búsetuskilyrðum.
- Aðstoða starfandi fyrirtæki við markaðssókn, fjármögnun, kynningu, endurskipulagningu, erlend samskipti og kynningu utan starfssvæðis jafnt innanlands sem erlendis.
- Að efla samvinnu fyrirtækja á svæðinu um hugmyndir sem fýsilegt er að tengja.
- Stuðla að faglegri stjórnun fyrirtækja með innleiðingu hagnýtra stjórntækja s.s. Microscope Benchmark.
- Að kynna skipulega eyfirsk fyrirtæki á viðeigandi erlendum mörkuðum.
- Að auka vitund innan fyrirtækja hvað varðar markaðsmál og sóknarfæri.
- Að vera helsti vettvangur er stuðlar að samstarfi eyfirskra og erlendra fyrirtækja.
|