Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

Byggðaþróun

Tilgangur

  • Stuðla að bættum búsetuskilyrðum á Eyjafjarðarsvæðinu.
  • Efla vitund íbúanna á kostum búsetu á Eyjafjarðarsvæðinu.
  • Vinna gegn óæskilegum þáttum í þróun búsetu með sveitastjórnum og stofnunum þeirra.

Framtíðarsýn

  • Að fólksfjölgun á Eyjafjarðarsvæðinu verði yfir landsmeðaltali.
  • Að fjölbreytni, á öllum sviðum mannlífsins, aukist til að mæta kröfum nútímans um búsetuskilyrði.
  • Að samvinna og samstarf sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu eflist starfssvæðinu til hagsbóta.
  • Að í augum íbúa svæðisins sé Eyjafjarðarsvæðið ein heild og komi fram í einu nafni.

Markmið

  • Að minna stjórnvaldið stöðugt á skyldur þess við sveitastjórnir og íbúa, um að framfylgja eigin byggðastefnu.
  • Með þátttöku í verkefnum, með Þróunarsviði Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfélögunum, sem miða að bættum búsetuskilyrðum á landsbyggðinni.
  • Að hafa frumkvæði að gerð tillagna til þess að ná markmiðum stjórnvalda í byggðamálum.
  • Með nánu samstarfi við Eyþing og Héraðsnefnd um aðgerðaráætlanir.
  • Að hafa frumkvæði í verkefnum sem tryggja betri búsetuskilyrði.
  • Með gerð SVÓT - greiningar á Eyjafjarðarsvæðinu.
  • Að vinna að samræmdum aðgerðum sveitarstjórna og stofnanna þeirra til þess að grunnþættir samfélagsins séu í lagi á hverjum tíma.
  • Með þátttöku í verkefnum á sviði umhverfismála.
  • Að auka vitund almennings á mikilvægi búsetu og búsetuskilyrða.
  • Með markvissri fjölmiðlaumræðu um kosti búsetu á Eyjafjarðarsvæðinu.
  • Með föstum kynningarfundum um búsetu og búsetuskilyrði.
 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is