Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
Það er komin SPAM-sía á bloggið. Núna geta róbótar ekki dælt inn efni nema kunna eitthvað í íslensku og stærðfræði.

 

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

Þjónusta AFE

  • Þátttaka í markaðssetningu og samvinnu milli fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu og fyrirtækja á öðrum mörkuðum innlendum og erlendum.
  • Upplýsingagjöf til fyrirtækja á svæðinu varðandi markaði og sóknarfæri.
  • Markaðssetning á starfsvæðinu til hagsbóta fyrir atvinnulífið.
  • Markaðssetning og undirbúningur iðnaðarlóða fyrir heppilega iðjukosti.

AFE veitir víðtæka þjónustu til sveitarfélaga og fyrirtækja á starfsvæðinu, og er milliliður atvinnulífsins á starfssvæðinu og stofnana í stoðkerfi atvinnulífsins. AFE tekur þátt í og stendur fyrir verkefnum að því markmiði að bæta búsetuskilyrði og samkeppnishæfni, og auka aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins fyrir núverandi og tilvonandi íbúa, ferðamenn og atvinnulíf. 

Þjónusta eftir skilgreindum starfssviðum:

Atvinnuráðgjöf - aðstoð við fyrirtæki í sóknarhug.  Aðstoð við markaðssókn, vöruþróun, fjármögnun, kynningu, faglegan samanburð, endurskipulagningu, erlend samskipti og fleira það er lýtur beint að markaðssetningu eða rekstri viðkomandi fyrirtækis.

Byggðaþróun - verkefni í samstarfi við ríki, opinberar og hálfopinberar stofnanir og sveitarfélög, samtök þeirra og önnur atvinnuþróunarfélög, að mestu á landsvísu en geta þó snúið að einstökum landssvæðum.

Nýsköpun - Verkefni með starfandi fyrirtækjum að hugmyndum sem skilgreinast sem nýsköpun, skv. samningi atvinnuþróunarfélaga við Nýsköpunarsjóð, en samkvæmt honum tekur NSA þátt í samstarfsneti Þróunarsviðs Byggðastofnunar, atvinnuþróunarfélaga og annarra stofnana í stoðkerfi atvinnulífs og byggðaþróunar.

Upplýsingamiðlun og fræðslumál - miðlun upplýsinga til markhópa (innanlands eða utan) eða einstakra viðskiptavina, námskeiðshald, ráðstefnur og símenntunarmál.  Aðstoð við öflun sérhæfðra upplýsinga s.s. um tiltekna markaði, markaðsráðgjöf og aðstoð við markaðssetningu og kynningu utan starfssvæðis jafnt innanlands sem erlendis.

Þróunar- og stefnumótunarverkefni - Verkefni sem snúa að ákveðnum landsvæðum, sveitarfélögum, atvinnugreinum, málaflokkum eða félagasamtökum. Þátttaka í rannsóknar- og þróunarverkefnum (innlendum sem erlendum) sem stuðla að framþróun ákveðins landssvæðis eða sveitarfélags. Stendur fyrir og tekur þátt í markaðssókn ásamt fyrirtækjum á svæðinu.

Deila
 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 3. hæð - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is