Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
Það er komin SPAM-sía á bloggið. Núna geta róbótar ekki dælt inn efni nema kunna eitthvað í íslensku og stærðfræði.

 

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

Fjármögnun verkefna

Við viljum hvetja fólk kynna sér alla möguleika um stuðning frá stoðkerfi atvinnulífsins og fjármögnun á meðfylgjandi vefslóð: http://afe.is/index.php?pid=299

Reglur um styrkveitingar

Hlutverk Verkefnasjóðs AFE

  • Verkefnasjóður AFE veitir styrki eingöngu á sínu starfssvæði.
  • Verkefnasjóður AFE hefur það hlutverk að styrkja verkefni innan allra atvinnugreina en tekið er ríkt tillit til framtíðarmöguleika verkefnisins og arðsemi til lengri tíma litið.

Tilgangur styrkveitinga

  • Fjölga atvinnutækifærum karla og kvenna.
  • Auka fjölbreytni í atvinnulífi á starfssvæði AFE.
  • Efla samkeppnishæfni svæðisins.
  • Styrkja búsetu á svæðinu.

Styrkfjárhæðir og skilyrði fyrir umsókn

  • Styrkirnir verða á bilinu 100 - 500 þ.kr.
  • Að jafnaði skal framlag ekki nema meiru heldur en 50% af kostnaði að teknu tilliti til stuðnings annars staðar frá. 
  • Styrkir eru ekki veittir til verkefna sem eru í samkeppni við aðra aðila á sama vettvangi.
  • Umsækjandi skal upplýsa um opinbera styrki sem hann hefur fengið á síðustu þremur árum.
  • Verkefni geta að hámarki verið styrkhæf í þrjú skipti.  Við aðra eða þriðju úthlutun má semja við umsækjanda um að styrkurinn verði umbreytanlegur í hlutafé ef verkefnið nær fram að ganga.

Ekki eru veittir styrkir til daglegs rekstrarkostnaðar starfandi fyrirtækja.

Umsóknareyðublöð, greinargerð og fjárhagsupplýsingar

  • Umsóknum ber að skila á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá AFE og skrifstofum sveitafélaganna á starfssvæði AFE.
  • Umsóknum skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu þar sem markmið þess eru sett fram með skýrum og mælanlegum hætti.
  • Sýna þarf fram á faglegt og fjárhagslegt bolmagn umsækjanda til þess að leysa verkefnið af hendi.

Annað

  • AFE áskilur sér rétt til sérstakrar athugunar á styrkhæfni einstakra verkefna með öflun frekari upplýsinga.
  • Öllum umsóknum verður svarað skriflega innan 1. mánaðar frá auglýstum skilafresti.
  • Ákvörðunartaka um styrkveitingar úr Verkefnasjóði AFE  er í höndum starfsmanna AFE.
  • Hafi umsækjandi ekki vitjað styrksins innan árs frá veitingu fellur hann niður.
Deila
 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 3. hæð - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is