Evrópuverkefni
Hér eru kynningargögn frá eftirtöldum starfsáætlunum ESB:
Leonardo da Vinci - starfsmenntaáætlun
Leonardo da Vinci er starfsmenntáætlun Evrópusambandsins. Umsóknarfrestir eru 1-2 á ári. Tilgangurinn er að styrkja og bæta starfsmenntun m.a. með þróun á nýjum kennsluaðferðum og námsgögnum auk þess sem mannaskiptaverkefni gefa fólki tækifæri til að afla sér starfsþjálfunar í öðru Evrópuríki frá 1 viku til 1 árs. Hámarksstyrkur til verkefna er 600.000 þúsund evrur. Hámarksstyrkur til mannaskipta 5000 evrur. Umsækjendur geta t.d. verið frá skólum, fyrirtækjum, símenntunarmiðstöðvum, aðstandendum námskeiða, félagasamtökum og stofnunum. Nauðsynlegt er að umsækjandi sé lögaðili og hafi samstarfsaðila frá a.mk. 2-3 evrópulöndum.
Sókrates ? menntaáætlun
Sókrates-áætlunin er samstarfsáætlun Evrópusambandsins í menntamálum. Núverandi áætlun er önnur í röðinni en þeirri fyrstu lauk í lok árs 1999. Sókrates nær til allra skólastiga og til flestra gerða menntunar (tungumálakennslu, kennaramenntunar, fullorðinsfræðslu og fjarnáms). Leitast er við að veita nemendum á öllum aldri og úr öllum hópum þjóðfélagsins innsýn í Evrópusamstarf í þeirri námsgrein sem þeir leggja stund á. Menntun einstaklinga með sérþarfir, hvort sem er af landfræðilegum, félagslegum eða menningarlegum orsökum eða vegna fötlunar, hefur forgang í öllum þáttum Sókrates-áætlunarinnar.
5. rammaáætlun um rannsóknir og tækniþróun
5. rammaáætlun Evrópusambandsins er samstarfsáætlun sem kveður á um forgangsverkefni er varða rannsóknir og tækniþróun í Evrópu. Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna (KER) er opinber þjónustuaðili ESB á Íslandi í tengslum við áætlunina. Tilgangur miðstöðvarinnar er að veita aðstoð við aðila sem hafa áhuga á þátttöku í samstarfinu. KER er rekin af fjórum stofnunum, Rannsóknarráði Íslands, Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, Iðntæknistofnun og Samtökum Iðnaðarins.
Evrópumiðstöð Impru - tæknisamstarf
Ungt fólk í Evrópu ? æskulýðsáætlun
Ungt fólk í Evrópu er styrkjaáætlun fyrir fólk á aldrinum 15 til 25 ára. Áætlunin skiptist í fimm flokka: Ungmennaskipti; Sjálfboðaþjónustu; Frumkvæðisverkefni; Samstarfsverkefni og Stuðningsverkefni. Ungt fólk í Evrópu veitir ungu fólki tækifæri til að auka þroska sinn og menntun með þátttöku í samevrópskum verkefnum.
MENNING 2000 ? um menningu og listir
Menning 2000 er menningaráætlun Evrópusambandsins og henni ætlað að ýta undir menningarsamskipti Evrópubúa og útbreiða evrópska menningu. Áætlunin nær til allra listgreina, menningararfleifðar og menningarsögu. M.a. er veittur stuðningur við samstarfsnet, rannsóknir, starfsþjálfun, námskeið, vinnubúðir, nýsköpun, sýningar, hátíðir, ráðstefnur, þýðingar o.fl. Skilyrði er að verkefnið sé samstarfsverkefni a.m.k. þriggja aðildarlanda.
MEDIA PLÚS ? kvikmyndaætlun
MEDIA PLÚS áætlunin styður verkefni og fyrirtæki í hljóðmyndræna geiranum í Evrópu. Áætlunin skiptist í þrennt: þjálfun fagfólks, undirbúning hljóðmyndrænna verkefna og dreifingu þeirra. Stuðningurinn felst í beinum styrkjum og/eða víkjandi lánum til starfandi fyrirtækja í þessum geira í Evrópu. Þá er veittur stuðningur til kvikmyndahátíða og markaða sem leggja sérstaka áherslu á evrópskt myndefni.
Daphne ? samstarf gegn ofbeldi
Daphne er fjögurra ára áætlun til að vinna gegn ofbeldi á börnum ungmennum og konum. Meginmarkmiðið er að hvetja til og koma á fót skammtíma og langtíma verkefnum sem ætlað er að vernda þessa hópa fyrir hvers kyns ofbeldi, efla stuðning við þolendur ofbeldis og stuðla að bætt líkamlgu og andlegu heilbrigði. Þeir sem geta sótt um styrk til verkefna eru frjáls félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir sveitarfélög og allir þeir sem vilja vinna gegn ofbeldi á börnum, ungmennum og konum.
Rammaáætlun um jafnrétti kynjanna
Megináhersla er á veitingu styrkja til verkefna sem miða að bættri stöðu kvenna á vinnumarkaði, einnig til verkefna sem hafa það að markmiði að auka félagsleg réttindi kvenna og karla. Þeir sem geta sótt um eru frjáls félagasamtök, aðilar vinnumarkaðarins, sveitarfélög og jafnréttisnefndir og -samtök sem í samvinnu við sambærilega aðila í a.m.k.. tveimur öðrum löndum. Áhersla er lögð á viðamikil verkefni sem hafa yfirfærslugildi innan EES svæðisins.
Euro Info -upplýsingaskrifstofan
EURES -vinnumiðlunarskrifstofan
- http://www.vinnumidlun.is/EES/English/Enska.htm
Content Village -upplýsingagátt
- http://www.content-village.org/articles.asp?id=113
Deila