Markmið
- Að starfa í nánum tengslum við fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu.
- Að auka hlut Eyjafjarðar í verkefnum á sviði hins opinbera með nánu samstarfi við aðila í stoðkerfinu.
- Að gæta þess að atvinnulífið og íbúar séu vel upplýstir um starfssvið AFE og hlutverk.
- Að vera helsti vettvangur er stuðlar að samstarfi eyfirskra og erlendra fyrirtækja.
- Að félagið fylgi markvisst eftir þeim verkefnum sem það kemur að á hugmyndastigi.
- Að kynna skipulega eyfirsk fyrirtæki á viðeigandi erlendum mörkuðum.
- Að efla samvinnu fyrirtækja á svæðinu um hugmyndir sem fýsilegt er að tengja.
- Stuðla að faglegri stjórnun fyrirtækja með innleiðingu hagnýtra stjórntækja s.s. Microscope Benchmark.
- Að leita allra leiða til að vekja athygli á kostum Eyjafjarðarsvæðisins.
- Að aðstoða starfandi fyrirtæki við markaðssókn, fjármögnun, kynningu, endurskipulagningu, erlend samskipti og kynningu utan starfssvæðis jafnt innanlands sem erlendis.
- Að auka samvinnu við atvinnuþróunarfélög í kjördæminu með samræmdum aðgerðum í búsetu- og byggðamálum.
|