Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar 5. fundur
Stjórn félagsins kom saman til fundar þriðjudaginn, 22. desember að Strandgötu 29.
Tekin var fyrir samningur um atvinnuráðgjöf og verkefni í atvinnu- og byggðamálum í Norðurlandskjördæmi eystara. Stjórnin fór yfir samningsdrögin og gerði við þau nokkrar athugasemdir. Formanni falið að koma athugasemdum á framfæri og leita samstarfs við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga um útfærslu 3. liðar milli félaganna.
Stjórnin heimilar formanni að ganga frá samningum við Byggðastofnun á grundvelli framangreindra draga og athugsemda.
Rætt var um framtíð Umferðamiðstöðvar og hugmyndir starfsmanna, sem þar starfa að framtíð stöðvarinnar. Niðurstaða málsins ræðst að verulegu leyti af því hvort fjármagn fáist frá ríkinu til stuðnings slíkrar upplýsinga- og umferðamiðstöðvar.
Valur Knútsson kynnti verkefnisstöðu í stefnumörkunarvinnu atvinnumálanefndar Akureyrar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið.
Bjarni Kristjánsson
Hallgrímur Ingólfsson
Hákon Hákonarson
Valur Knútsson
Hólmar Svansson
Sigurður J. Sigurðsson