Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar b.s. 2. fundur.

Fimmtudaginn 22. október 1998 kl. 17.00 kom stjórnin saman til fundar í húsakynnum Byggðastofnunar á Akureyri.

Formaður lagði fram drög að auglýsingu nýs framkvæmdastjóra, sem birta á í Morgunblaðinu sunnudaginn 25. október n.k. Auglýsingin yfirfarinn og ákveðið að koma ákveðnum ábendingum á framfæri við Ráðgarð um breytingar.

Þá voru lögð fram drög að samstarfs- og þjónustusamingi við Byggðastofnu, en samningurinn snýr bæði að Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar bs. og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Nauðsynlegt er að halda viðræðum við Byggðastofnun áfram og einnig við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga um samstarf, en ákveðin hluti þessa samtarfs við Byggðastofnun er nú í gangi við Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, en hluti IFE myndi færast yfir til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

Lögð voru fram stjórnsýslulög nr. 37/1997. Með vísan til þess að Atvinnuþróunarfélagið er samstarfsvettvangur sveitarfélaga og er stofnað á grunni heimilda í sveitarstjórnarlögum, er nauðsynlegt að félagið geri sér ljósar þær upplýsingaskyldur sem á því hvíla og að meðferð mála verði með þeim hætti að það standist lögin.

Ákveðið var að hittast þegar Ráðgarður hefði lokið sinni umfjöllun um umsóknir um starfið, en umsókarfrestur er til 9. nóvember n.k. Þá var ákveðið að boða til stjórnarfunda varamenn svo þeir hafi tækifæri á að fylgjast með og taka þátt í stefnumótun félagsins í upphafi.

Mættir. Bjarni Kristjánsson, Hallgrímur Ingólfsson, Rögnvaldur S. Friðbjörnsson og Sigurður J. Sigurðsson. ( Hákon Hákonarson erlendis og Valur Knútsson ekki í bænum)

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is