Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar b.s. 1. fundur

Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar var haldinn að Fosshótel KEA fimmtudaginn 15. október 1998.

Fundurinn var haldinn í beinu framhaldi af stofnfundi samlagsins, þar sem öll sveitarfélög á svæðinu að frátöldum Grímseyjarhreppi samþykktu stofnsamninginn.

Í stjórn voru kosnir:

frá Akureyrarbæ.
Hallgrímur Ingólfsson, Hákon Hákonarson, Sigurður J. Sigurðsson.
Varamaður þeirra, Valur Knútsson.

Frá öðrum sveitarfélögum.
Bjarni Kristjánsson, Rögnvaldur S. Friðbjörnsson.
Varamaður þeirra, Hálfdán Kristjánsson.

Stjórnin skipti með sér verkum á þann hátt að Sigurður J. Sigurðsson er formaður, varaformaður er Rögnvaldur S. Friðbjörnsson
og ritari Hákon Hákonarson.

Ákveðið var að hraða sem mest ráðningu framkvæmdastjóra félagsins og var samþykkt að leita til Ráðgarðs hf. í því sambandi.

Ákveðið var að hittast að viku liðinni, fimmtudaginn 22. október kl. 17.oo í húsakynnum Byggðastofnunar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið.

Fundinn sátu: Bjarni Kristjánsson, Hallgrímur Ingólfsson, Rögnvaldur S. Friðbjörnsson, Sigurður J. Sigurðsson og Valur Knútsson.

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is