Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 13. fundur
Árið 1999, 6. desember 1999 kl. 12:00 kom Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar saman til fundar að Strandgötu 29.
Fundinn sátu Sigurður J. Sigurðsson, Bjarni Kristjánsson, Hákon Hákonarson auk framkvæmdastjóra og starfsmanna AFE. Fundagerð ritaði Benedikt Guðmundsson
Fjarverandi: Hallgrímur Ingólfs og Ásgeir Logi Ásgeirsson
Fyrir tekið:
1. Jan - okt uppgjör Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Framkvæmdastjóri fór yfir 10 mánuða uppgjör félagsins og bar saman við áætlun ársins. Einhver skékkja virtist vera í færslu styrkja og var starfsmanni falið að fara yfir það aftur og senda stjórnarmönnum leiðréttingu.
2. Stefnumótun Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Framkvæmdastjóri fylgdi úr hlaði stefnumótunarvinnu starfsmanna fyrir hvert svið og félagið í heild. Töluverðar umræður urðu um textann og orðalag almennt og var starfsmönnum og framkvæmdastjóra falið að samræma betur orðalag og setja stefnumótunina þannig upp að hún virkaði sem ein samræmd heild.
3. Þjónustusamningur við atvinnumálanefnd Akureyrar
Samningur milli AFE og atvinnumálanefndar Akureyrar var kynntur og verður til nánari umfjöllunar hjá stjórninni þegar atvinnumálanefnd hefur tekið hann til efnislegrar meðferðar.
4. Önnur mál
Framkvæmdastjóri fór nokkrum orðum um hvernig staðið yrði að kynningu á félaginu til almennings og gat þess að í undirbúningi væri útgáfa fréttabréfs.
Þegar hér var komið sögu voru tveir af þremur nefndarmönnum horfnir af vettvangi til annarra starfa og var fundi því slitið kl:14:35 og næsti fundur boðaður 10. janúar árið 2000.