Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar 9. fundur
Nýkjörinn stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar kom saman til fundar að Strandgötu 29 mánudaginn 31. maí kl: 16:00
Mættir voru Sigurður J Sigursson (SJS), Hákon Hákonarson (HH), Bjarni Kristjánsson (BK), Hallgrímur Íngólfsson (HÍ) auk framkvæmdarstjóra félagsins Hólmars Svanssonar (HS) og forstöðumanns þróunarsviðs, Benedikt Guðmundssonar (BG) sem ritaði fundargerð. Ásgeir Logi Ásgeirsson (ÁLÁ) var fjarverandi.
Fyrir tekið:
1. SJS hóf máls á því að minna menn á að þar sem þetta væri fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar væri eðlilegast að aldursforstjóri stjórnar stýrði fundi þar til menn hefðu skipt með sér verkum innan stjórnar. Aldursforsetinn HH tók þar með við stjórn fundarins eitt augnablik meðan hann kom með tillögu að stjórn sem aðrir stjórnarmenn samþykktu. Stórn félagsins er því þannig skipuð: Formaður, SJS, ritari HH en kjöri varaformanns var frestað til næsta fundar. Aðrir stjórnarmenn eru BK, HÍ og ÁLÁ. Varamenn eru Valuir Knútsson (VK) og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson. Tók nú SJS aftur við stjórn fundarins og þakkaði traustið sem sér væri sýnt og var nú næsta mál tekið fyrir.
2. SJS greindi frá fyrirhugaðri fundarherferð félagsins og efni þessa fundar sem er að taka afstöðu til stofnunar styrktarsjóðs á vegum AFE. Gaf hann nú HS framkvæmdarstjóra félagsins orðið og fór hann yfir reglur sjóðsins sem og umsóknareyðublöð hans. Einnig sýndi hann grófa rekstraráætlun félagsins þar sem fram kom að félagið hefur svigrúm til styrkveitinga a.m.k. þetta árið sakir góðrar fjárhagsstöðu. Töluverðar umræður urðu um orðalag greinagerðarinnar og eftir nokkrar breytingar á teksta var stofnun sjóðsins samþykkt og var fastsett að auglýsa sem fyrst eftir umsóknum og útdeila hluta sjóðsins eigi síðar en í byrjun júlí. Seinni úthlutun yrði síðan í haust. Í ár er áætlað að sjóðurinn hafi a.m.k. 3,5 m.kr til ráðstöfunar
3. SJS kom inn á þóknun stjórnarmanna og taldi nauðsynlegt að ganga frá þeim málum sem fyrst þar sem nú hafi orðið stjórnarskipti og menn farið úr stjórn og eðlilegt væri að gera upp við þá þann tíma sem þeir sátu í stjórn. Var framkvæmdarstjóra falið að kynna sér þessi mál hjá öðrum atvinnuþróunarfélögum hvað varðar þóknun stjórnarmanna ofl.
Fleira ekki tekið fyrir og næsti fundur, og sá síðasti fyrir sumarfrí, er boðaður í lok júní. Sleit formaður síðan fundi kl: 17:45