Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar 6. fundur.

Stjórn félagsins kom saman til fundar að Strandgötu 29, mánudaginn 18. janúar 1999.

Formaður bauð Hólmar Svansson formlega velkominn til starfa.

Hólmar lagði fram hugmyndir að skipulagi og mannahaldi félagsins. Ákveðið var að nánari skilgreining verði gerð á skipulagstillögunni og starfslýsingum, sem verði lagðar fyrir næsta fund.
Framkvæmdastjóra falið að auglýsa störf fulltrúa á nýsköpunar- og ferðamálasviði.

Formaður kynnti stöðuna í viðræðum við Byggðastofnun og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga.

Rætt var um húsnæðismál atvinnuþróunarfélagsins.

Rætt var um yfirtöku á verkefnum frá Iðnþróunarfélaginu, en starfsemi þess leggst af um næstu mánaðarmót. Nú þegar hefur Atvinnuþróunarfélagið yfirtekið "Icegold" verkefnið.

Undirrituð var prókúruheimild til framkvæmdastjóra og yfirdráttarheimilda hjá viðskiptabanka, allt að kr. 1.000.000.oo - einmilljónkróna.

Fleira ekki gert fundi slitið.

Sigurður J. Sigurðsson; Hákon Hákonarson; Hallgrímur Ingólfsson; Bjarni Kritjánsson; Rögnvaldur S. Friðbjörnsson; Hálfdán Kristjánsson;
Valur Knútsson; Hómar Svansson.

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is