Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, 10. fundur

28. september 1999

Árið 1999, 28. september 1999 kl. 17:00 kom Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar saman til fundar að Strandgötu 29.

Fundinn sátu Sigurður J. Sigurðsson, Hákon Hákonarson, Valur Knútsson, Hallgrímur Ingólfsson auk framkvæmdastjóra og starfsmanna AFE. Fundagerð ritaði Benedikt Guðmundsson
Fjarverandi: Bjarni Kristjánsson (BK), Ásgeir Logi Ásgeirsson (ÁLÁ)

Fyrir tekið

1. Fjárhagsstaða og Verkefnasjóður AFE

Framkvæmdastjóri fór yfir 8 mánaðar uppgjör félagsins og gerði grein fyrir ýmsum liðum í rekstrinum. Fundarmenn höfðu ekki athugasemdir við þær tölur sem lágu fyrir um reksturinn á þessu ári og því næsta. Framkvæmdarstjóri benti á mikinn tekjuafgang sem virtist ætla að verða á þessu ári og leitaði eftir stuðningi stjórnarmanna við auknu framlagi í Verkefnasjóð AFE eða úr 3,5 mkr. í 5,0 mkr. Var það samþykkt.

2. Verkbókhald og tölvukaup.

Framkvæmdastjóri kynnti stjórnarmönnum þá vinnu sem farið hefur fram, í samvinnu og samráði við Byggðastofnun og önnur atvinnuþróunarfélög, varðandi verkbókhald. Væri nú búið að fjárfesta í 3. ferðatölvum og einni tölvu svo kölluðum "server" eða miðlægum gagnagrunni þar sem öll verk starfsmanna félagsins og verknúmer væru aðgengileg.

3. Verkefnastaða starfsmanna

Starfsmenn AFE fóru yfir sín verkefni, hvar þau væru stödd, hverjum væri lokið og hvaða verkefni væru í deiglunni. Af þessu spunnust umræður um árangur og árangursmats. Ein leið til könnunnar á árangri er viðhorf almennings og töldu menn það vissulega athugandi að kanna þá leið við mat á árangri á starfi félagsins.

4. Bréf til Eyþing og svar þeirra

Framkvæmdastjóri kynnti bréf sent EYÞING þar sem farið var fram á fund stjórna EYÞINGS, AFE og AFÞ um sameiginleg mál. Einnig kynnti hann svarbréf EYÞINGS við erindi AFE og AFÞ.

5. Samstarf við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga (AFÞ)

Framkvæmdastjóri greindi frá stöðu mála hjá AFÞ þar sem framkvæmdastjóri félagsins hefur sagt upp störfum og félagið er að leita að nýjum starfsmanni. Stjórn AFE fól formanni og framkvæmdarstjóra að hefja viðræður við AFÞ um frekara samstarf og samvinnu á sviði atvinnu-og byggðaþróunar.

6. Atvinnumálanefnd og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Formaður atvinnumálanefndar greindi frá starfslokum starfsmanns Atvinnumálanefndar Akureyrar og óskaði eftir umræðu um hvernig AFE gæti veitt tiltekna þjónustu við nefndina. Miklar umræður voru um hlutverk atvinnumálanefndar og hennar störf sem og starfssvið AFE. Unnið verði að gerð verksamnings milli atvinnumálanefndar og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um tiltekna þjónustu, einstök verkefni og sérverkefni. Var framkvæmdastjóra AFE og formanni atvinnumálanefndar falið að ganga frá bráðabirgðasamkomulagi.

7. Fundartími Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

Formaður ræddi um fundartíma AFE og stakk upp á 1. mánudegi í hverjum mánuði kl:12:00 til 14:00. Var það samþykkt.

8. Upplýsingaskylda AFE

Formaður AFE inná nauðsyn þess að eignaraðilar AFE fengju reglulega pistil um starfsemi AFE og tengja þyrfti betur AFE við atvinnulífið. Sem dæmi um hvort fyrir sig nefndi hann að ef AFE væri að ferðast um svæðið með ýmsa aðila þá gæti verið gott að taka með aðila í sveitastjórageiranum og einnig væri gott að fá forvígismenn fyrirtækja í lið með AFE til að sannfæra mögulega fjárfesta

9. Önnur mál

Framkvæmdastjóri kannaði hug manna til frekara samstarf við önnur atvinnuþróunarfélög fyrir austan okkur og sameiginlegan fund félaganna. Voru stjórnarmenn hlynntir því. Þá spurðist framkvæmdastjóri fyrir um skoðun stjórnarmanna á ávöxtum þess fjár sem AFE hefur undir höndum og voru menn hlynntir bestu ávöxtun á hverjum tíma en varast bæri að binda fé til langs tíma. Formaður taldi mikilvægt að skilgreina verkefni AFE og nýta peningana í það sem þarf. Þá kom formaður inn á stefnumótun félagsins og taldi nauðsynlegt að halda minnst einn til tvo fundi í mánuði meðan stefnumótunin væri í vinnslu. Tóku nefndarmenn undir það.

Fundi var síðan slitið kl 19:30 og næsti fundur boðaður 4. október 1999 kl. 12:00

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is