Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar 11. fundur
Árið 1999, 4. október 1999 kl. 12:00 kom Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar saman til fundar að Strandgötu 29.
Fundinn sátu Sigurður J. Sigurðsson, Valur Knútsson, Bjarni Kristjánsson, Ásgeir Logi Ásgeirsson auk framkvæmdastjóra og starfsmanna AFE. Fundagerð ritaði Benedikt Guðmundsson
Fjarverandi: Hallgrímur Ingólfsson og Hákon Hákonarson
Fyrir tekið
1. Kosning varaformanns AFE: Formaður hóf máls á því að enn hefði AFE ekki kosið sér varaformann og stakk upp á að hann kæmi úr sveitarfélögunum utan Akureyrar. Tóku fundarmenn vel í það og var síðan Ásgeir Kogi Ásgeirsson kosinn varaformaður stjórnar AFE með öllum greiddum atkvæðum.
2. Stefnumótun AFE 1. umræða: Formaður hóf umræðuna og ítrekaði nauðsyn þess að félagið markaði sér ákveðna stefnu og setti sér markmið nú þegar starfsemin væri komin á fullan skrið. Einnig væri nauðsynlegt að leggja einhverskonar mælikvarða á starfsemina. Framkvæmdastjóri hafði síðan framsögu um stefnumótunina og byrjaði á því að fara yfir hlutverk AFE. Umræður voru fjörugar og fór umræðan um víðan völl og ekki þótti ástæða til að skrá hvert orð sem fór manna í milli heldur einsettu menn sér það að fara í gegnum alla þessa umræðu um stefnumótun félagsins á nokkrum fundum utan þess sem kalla mætti eiginlega stjórnarfundi. Ekki er talið nauðsyn á því að skrá fundargerð á fundum um stefnumótunina heldur að skrá niðurstöður vinnunar þegar henni er lokið.
Stóð fundurinn yfir til kl.14:00 en þá var honum slitið og næsti fundur boðaður um stefnumótun þann 20. október.