Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar 7. fundur.
Stjórn Atvinnuþróunarfélagsins koma sama til fundar að Strandgötu 29, föstudaginn 5. mars 2000 kl .15.30.
Lagðar voru fram 18 umsóknir um tvö störf sem auglýst voru hjá félaginu. Framkvæmdastjóri hefur farið yfir umsóknir og átt viðtöl við nokkra umsækjendur.
Umræða var um skiptingu verka milli stjórnar og framkvæmdastjóra um ráðningu starfsfólks, en ekkkert er tekið fram um það í samþykktum félagsins á hvern hátt skuli með farið. Stjórin telur eðlilegt að mannaráðningar, í samræmi við samþykkt stöðugildi, séu á ábyrgð framkvæmdastjóra og gert verði ráð fyrir slíku fyrirkomulagi í skipulagi félagsins. Ljúka ber gerð starfslýsinga í samræmi við samþykkt síðasta fundar.
Niðrstaða umræðna á fundinum var sú að ganga til viðræðna við þá Ómar Banine og Benedikt Guðmundsson um ráðningu þeirra til félagsins. Framkvæmdastjóra falið að tilkynna umsækjendum niðurstöðu.
Framkvæmdastjóri skýrði frá ferð sinni til Finnlands, en honum var boðin þátttaka í ferð sem farin var til að kynnast vetrarferðamennsku á þeim slóðum. Hann skýrði jafnframt frá þeim verkefnum sem væri verið að vinna að af hálfu félagsins.
Ljóst er nú orðið að skrifstofur þeirra félaga sem starfa á vegum sveitarfélaganna á svæðinu geta verið áfram í Strandgötu 29, eftir sölu Byggðastofnunar á húsnæðinu. Nýir eigendur eru reiðubúnir til að veita félaginu það rými og þjónustu, sem það þarf. Ljóst er að þeim markmiðum sem sett voru gagnvart þeim málum er því náð. Enn á eftir að ganga frá leigu og þjónustusamningi við leigusala, en því verki þarf að ljúka. Stjórn félagsins telur mikilvægt að geta starfað í þessum tengslum við aðra starfsemi á sviði sveitarstjórnar- og ferðamála. Framkvæmdastjóra er falið að tilkynna Dalvíkurbyggð þessa ákvörðun vegna erinds sem frá sveitarfélaginu barst um húsnæði fyrir starfsemi félagins. Stjórnin leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að góð tengsl séu við öll aðildarsveitarfélög og fagnar framkominni hugmynd framkvæmdastjóra um starfstöðvar og heimsóknir.
Lögð voru fram drög að merki fyrir félagið sem fékk góðar undirtektir stjórnar. Hallgrímur Ingólfsson og framkvæmdastjóri ljúki þeirri vinnu.
Stjórnin telur mikilvægt að ljúka þeirri vinnu sem snýr að skipulagi og stefnumörkun félagsins ásamt því að fullmanna þær stöður sem gert er ráð fyrir að verði hjá félaginu. Skapa þarf skýrar vinnureglur milli sveitarfélaganna annars vegar og félagsins hins vegar varðandi ýmis mál er snúa að verkefnum svo sem auglýsingamálum og atvinnuverkefnum. Ljóst er að félagið verður að hafa frumkvæðið að mótun slíkrar vinnu.
Fleira rætt enn ekki fært til bókunar.
Fundi slitið.
Sigurður J. Sigurðsson
Hákon Hákonarson
Rögnvaldur S. Friðbjörnsson
Bjarni Kristjánsson
Halllgrímur Ingólfsson
Hólmar Svansson