Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

30. fundur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

17. október 2001 kl. 16:00 -18:30
Glerárgata 36

Stjórnarmenn                        
Sigurður J. Sigurðsson            
Hallgrímur Ingólfsson              
Aðalheiður Eiríksdóttir
Hákon Hákonarson
Ásgeir Logi Ásgeirsson (varamaður RSF)

Starfsmenn
Hólmar Svansson, framkvæmdarstjóri
Benedikt Guðmundsson sem ritar fundagerð

1. Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerðir 28. og 29. fundar AFE voru bornar upp og þær samþykktar samhljóma.

2. Frágangur verklagsregla

Lagðar voru fram við verklagsreglur AFE í endanlegri mynd og þær samþykktar.

3. Verkefnastaða

Framkvæmdastjóri og starfsmenn fóru yfir verkefnastöðuna. Kom fram að verkbókhaldið væri farið að virka mjög vel sem og tölvukerfið.

4. Fundur atvinnuþróunarfélaganna í kjördæminu.

Framkvæmdarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum fundi atvinnuþróunarfélaganna þriggja hinu nýja Norðausturkjördæmi. Hann verður haldinn í Mývatnssveit 24. október þar sem farið verður yfir sameiginleg mál.

5. Staða atvinnumála á Eyjafjarðarsvæðinu.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir þeirri varnarbaráttu sem fyrirtæki almennt á landsbyggðinni ættu við að stríða um þessar mundir. Nefndi hann þar auknar álögur s.s. flutningskostnað o.f.l. Hann taldi að AFE ætti að horfa fram á veginn og beita kröftum sínum að þeim sóknarfærum sem væru í stöðunni.

6. Fjárhagsstaða Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

Framkvæmdarstjóri fór yfir fjárhagsstöðu AFE. Nokkrar umræður urðu um fjárhagsstöðuna. Fram kom ósk um að framkvæmdarstjóri SÍMEYJAR kæmi á fund hjá félaginu til að kynna stöðu félagsins.

7. Starfsmannamál

Enn er óráðið í stöðu eins starfsmanns hjá félaginu. Samþykkt var að framkvæmdarstjóri setti upp peningastöðu til áramóta og drög að fjárhagsáætlun 2002. Í ljósi þess sem kæmi út úr slíkri skoðun verða starfsmannamál ákveðin.
Nýr kjarasamningur hefur verið gerður milli launanefndar sveitarfélaga og félags verk- og tæknifræðinga, sem gildir frá 1. apríl s.l. til 30. nóvember 2005. Formaður upplýsti að starfskjörum starfsmanna AFE hafi verið varpað yfir í þessa samninga, í samvinnu við starfsmannastjóra Akureyrarbæjar. Kjarasamningsumboð gagnvart starfsmönnum AFE verður síðan í höndum Launanefndar sveitarfélaga, þ.e. annarra en framkvæmdastjóra.

8. Önnur mál.

8.1. Fundartími
Samþykkt var að prufa að hafa fastann fundartíma 1. miðvikudag í heilli viku í hverjum mánuði.
8.2. Fram kom ósk um að framkvæmdarstjóri og starfsmenn leggðu fram upplýsingar um hver væri stefna fjárfestingasjóðanna á Akureyri þ.e. Tækifæri og Framtak. Einnig var óskað eftir því að fá yfirlit yfir þær fjárfestingar sem þeir hafa staðið fyrir á svæðinu.

Annað ekki fyrir tekið og fundi slitið kl: 18:30

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is