25. fundur
9. mars 2001 kl. 15:00 – 22:30
Fundarstaður: Ólafsfirði
Nefndarmenn
Sigurður J. Sigurðsson, formaður
Ásgeir Logi Ásgeirsson
Hákon Hákonarson
Bjarni Kristjánsson
Hallgrímur Ingólfsson
Starfsmenn
Hólmar Svansson, framkvæmdarstjóri
Benedikt Guðmundsson, fundarritari
Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og starfsmenn fóru frá Glerárgötu 36 kl. 15:00 og var leiðinni heitið til Ólafsfjarðar Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri og stjórnarmaður í AFE, tók á móti okkur og sýndi þær hugmyndir sem í gangi eru hjá bæjaryfirvöldum varðandi stækkun bæjarlandsins í kjölfar jarðgangagerðar til Siglufjarðar. Frá bæjarskrifstofunum var farið í fyrirtækjaheimsóknir á Ólafsfirði og heimsótti stjórnin m.a. skóvinnustofu Gísla Ferdinandssonar, en þar er unnið að Evrópuverkefni um hönnun bæklunarskóa. Þaðan var síðan farið í heimsókn til Almennu Vörusölunar sem sérhæfir sig í framleiðslu á yfirbyggingum á slökkvibíla úr trefjaplasti. Að loknum heimsóknum var farið í eitt af sumarhúsum Hótels Ólafsfjarðar og þar var haldinn stjórnarfundur félagsins.
1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta fundar fyrir tekin og samþykkt athugasemdarlaust.
2. Stefnumótun AFE
SJS hóf umræðuna og bað menn að tjái sig um hvernig til hefði tekist með stefnumótun AFE, framkvæmd hennar og árangur. Hann óskaði einnig eftir umfjöllun um hvað betur mætti fara og hvort ástæða væri til að gera breytingar á þeim stefnumálum sem stjórnin hefði sett sér. Töluverðar umræður urðu um efnið en enginn ákvörðun tekin. Var samþykkt að halda umræðunni um stefnumótun félagsins áfram á næstunni.
3. Frumkvöðlasetur Norðurlands
HS fór yfir stöðu mála frá formlegri vígslu Frumkvöðlaseturs Norðurlands (02.03.2001) og kynnti samkomulag það sem gert var milli eigenda Frumkvöðlasetrana. Að setrunum standa átta aðilar þar á meðal Iðnaðarráðuneytið, Iðntæknistofnun, Nýsköpunarsjóður, Tækifæri hf, Urðir hf, Háskólinn á Akureyri og Atvinnuþróunarfélögin á Norðurlandi eystra. Nokkrar umræður urðu um málið og framkvæmdarstjóra falið að halda stjórninni upplýstri um framgang mála.
4. Starfsmannamál
HS fór yfir stöðuna í starfsmannamálum. Fram kom að AFE væri að bíða eftir því hver yrði ráðinn starfsmaður Frumkvöðlasetursins svo hægt væri að taka mið af því um ráðningu starfsmanns til AFE. Vonaðist hann til þess að hægt væri að ganga frá ráðningu starfsmanns til Frumkvöðlasetursins innan eins mánaðar og úr því yrði kannað með starfsmann til AFE.
5. Markaðsskrifstofa Norðurlands
HS gerði grein fyrir viðræðum aðila í kjölfar fundar á Hótel KEA um Markaðsskrifstofu Norðurlands. Fram kom að þriggja manna nefnd var sett á laggirnar um það mál og óvíst hvenær niðurstaða fengist. Stjórnarmenn tjáðu sig um málið og sýndist sitt hverjum í því máli. Enginn efnisleg afstaða var tekinn til málsins.
6. Stóriðjumál
HS fór yfir viðræður hans og Vals Knútssonar við markaðsskrifstofu Iðnaðarráðuneytisins um frekari vinnu við ýmsa þætti út við Dysnes. Taldi hann brýnt að fá einhverja niðurstöðu í afstöðu sveitarfélaganna til áframhaldandi rannsókna á svæðinu.
7. Niðurstaða úr skoðunarkönnun meðal sveitarstjóra í Eyjafirði.
HS kynnti niðurstöður skoðunarkönnunar meðal sveitarstjóra á Eyjafjarðarsvæðinu varðandi atvinnulíf í nútíð og framtíð. Einnig var óskað eftir afstöðu manna til stóriðju.
8. Samanburður á gjöldum og skattstofnum sveitarfélaga í Eyjafirði.
BG kynnti niðurstöður könnunar á gjöldum og skattstofnum sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu. Kom þar fram að Eyjafjarðarsvæðið stenst fyllilega samanburð við höfuðborgarsvæðið hvað þetta varðar. Könnunin sýnir ráðstöfunartekjur íbúa eftir greiðslu áðurnefndra gjalda og skatta.
9. Verkefnalisti AFE
Ekki vannst tími til að fara í saumana á verkefnalista AFE sem dreift var á síðasta fundi en HS fór yfir nokkur línurit sem sýndu skiptingu verkefna milli þeirra þátta sem skilgreindir eru samkvæmt sameiginlegum staðli atvinnuþróunarfélaga á landinu.
10. Fjármál og tímasetning aðalfundar
Farið var yfir fyrstu drög af rekstrarniðurstöðu félagsins. Þar þarf að leiðrétta ýmislegt vegna flutnings félagsins og stofnunar Frumkvöðlasetursins. Ekki er vitað hvenær endurskoðandinn er tilbúinn með bókhaldið en stefnt að stjórnarfundi 2. apríl og þá verður afstaða tekinn til aðalfundar.
11. Önnur mál
Ekki gafst tími fyrir önnur mál þar sem Ólafsfjarðargöngunum var lokað kl. 21:00 vegna viðgerða. En áður en formaður sleit fundi þakkaði hann Ásgeiri Loga fyrir móttökurnar og veitingarnar og sleit síðan fundi.