Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

26. fundur

4. apríl 2001 kl. 12:00 –13:30

Glerárgata 36

Nefndarmenn                          
Sigurður J. Sigurðsson, formaður Ásgeir Logi Ásgeirsson              
Bjarni Kristjánsson
Hallgrímur Ingólfsson

Starfsmenn
Hólmar Svansson, framkvæmdarstjóri
Benedikt Guðmundsson, fundarritari

1. Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð síðasta fundar ekki tilbúinn og verður send út eftir helgi ásamt fundargerð þessa fundar.

2. Rekstrarniðurstaða 2000 og tímasetning aðalfundar

Framkvæmdarstjóri kynnti bráðabirgðar niðurstöðu úr rekstrarbókhaldi ársins 2000. Stjórnin samþykkti að stefna á aðalfund 10. maí og var framkvæmdarstjóra falið að senda út aðalfundarboð til sveitarfélaganna.

3. Frumkvöðlasetur

Framkvæmdarstjóri kynnti stöðu mála varðandi starf framkvæmdastjóra Frumkvöðlaseturs Norðurlands. Þá fór hann yfir starfsmannamál AFE en gert er ráð fyrir að ganga frá ráðningu starfsmanns í maí.

4. Samstarf AFE og AÞÞ

Framkvæmdarstjóri gerði grein fyrir fundi sínum með framkvæmdarstjóra AÞÞ og Fjárfestingarstofunni en samstarfsverkefni hefur í undirbúningi þar um nokkra hríð. Verkefnið gengur út á skilgreiningu gagnagrunns um iðnaðarlóðir í stað hefðbundinnar skýrslugerðar. Slíkur gagnagrunnur mun auðvelda mönnum vinnu við gagnasöfnun varðandi iðnaðarlóðir og skilgreina hvað vantar um hverja lóð.

5. Stefnumótun í ferðamálum

HS kynnti bréf frá atvinnumálanefnd Akureyrar þar sem lýst er eftir áhuga á samstarfi um gerð stefnumótun í ferðamálum með Akureyri sem miðpunkt. Þá var lagt fram til kynningar hugmyndir tveggja aðila um framkvæmd verkefnisins. Var samþykkt að taka þátt í stefnumótun í ferðamálum að undangenginni skilgreiningu á verkefninu og kostnaðargreiningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:30

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is