27. fundur
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
7. maí 2001 kl. 12:00 –13:30
Glerárgata 36
Nefndarmenn
Sigurður J. Sigurðsson, formaður
Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson
Bjarni Kristjánsson
Hallgrímur Ingólfsson
Starfsmenn
Hólmar Svansson, framkvæmdarstjóri
Benedikt Guðmundsson, fundarritari
1. Fundargerð síðasta fundar.
Fundargerðir númer 25 og 26 voru bornar undir fundinn og samþykktar samhljóða.
2. Ársreikningur ársins 2000
Ársreikningur ársins 2000 var lagður og fram til umfjöllunar. Voru stjórnarmenn sammála um að nauðsynlegt væri að áætlun ársins kæmi samhliða ársreikningi til að hægt sé að bera saman sambærilega þætti úr rekstri. Að loknum umræðum um ársreikninginn voru þeir samþykktir og undirritaðir af viðstöddum stjórnarmönnum. Stjórn AFE samþykkti tillögu sem hefur verið send út til aðildarsveitarfélaga varðandi framlög til félagsins árið 2001.
3. Undirbúningur aðalfundar
Framkvæmdarstjóri gerð grein fyrir undirbúningi aðalfundarins og hvaða efni yrði til umræðu og samþykktar.
4. Önnur mál
Enginn mál voru til meðferðar undir þessum lið.