Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 23. fundur

Árið 2001, 8. janúar árið 2001, kl. 12:00 kom stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar saman til fundar að Glerárgötu 36.

Fundinn sátu: Sigurður J. Sigurðsson, Ásgeir Logi Ásgeirsson, Hallgrímur Ingólfsson, Hákon Hákonarson, Valur Knútsson og Bjarni Kristjánsson auk framkvæmdastjóra og starfsmanns AFE.

Fundagerð ritaði Benedikt Guðmundsson

Formaður stjórnar, SJS, setti fundinn og lýsti ánægju sinni með framsetningu fundargagna og taldi þetta í anda þess sem stjórnarmenn vildu hafa þetta. Þá tilkynnti hann breytingu á dagskrá fundarins þar sem einn stjórnarmanna, Valur Knútsson, formaður atvinnumálanefndara Akureyrar, þyrfti að yfirgefa fundinn fljótlega en hann átti að hafa framsögu í 3. lið dagskrárinnar. Því næst gaf hann VK orðið.

1. Starfsmannamál

VK greindi frá verkefni atvinnumálanefndar s.l. sumar varðandi lífskjarakönnun og samþykkt bæjarstjórnar þar af lútandi um ráðningu starfsmanns í eitt ár til að sinna kynningara- og markaðsmálum fyrir Akureyrarbæ. Velti hann upp þeim möguleika að AFE og atvinnumálanefnd stæðu saman að ráðningu starfsmanns þar sem breytingar stæðu fyrir dyrum hjá AFE vegna brotthvarfs Bjarna Þórólfssonar. Færði hann rök fyrir þessari hugmynd og taldi hana gagnast atvinnumálanefnd og AFE betur þar sem verkesviðin væru ámóta og því minni hætta á árekstrum. Stjórnarmenn veltu upp ýmsum kostum og göllum þessarar hugmyndar sér í lagi skipulag vinnur og hvernig greina ætti á milli þess sem teldist vinnuframlag fyrir AFE eða atvinnumálanefnd. Þá höfðu menn áhyggjur af því að umræddur starfsmaður færist of mikið í fang að sinna svo umfangsmiklu starfssviði og töldu heppilegra að ráðnir yrðu tveir menn til starfans. Einnig höfðu menn ákveðnar efasemdir um hver ætti að fara með húsbóndavaldið yfir viðkomandi starfsmanni, ef aðeins yrði ráðinn einn sameiginlegur starfsmaður og vísuðu til samþykktar bæjastjórnar um hver væri næsti yfirmaður væntanlegs starfsmanns atvinnumálanefndar. Var niðurstaða umræðunnar sú að stjórn AFE tók þá ákvörðun að ráða starfsmann í stöðu BÞ sem aðeins væri starfsmaður félagsins og láta atvinnumálanefnd eftir að auglýsa eftir starfsmanni í sérverkefni það sem VK nefndi í upphafi síns máls. Stjórn AFE tók hinsvegar vel í það að útvega væntanlegum starfsmanni atvinnumálanefndar og bæjarins starfsaðstöðu og ítrekuðu væntingar um náið samstarf þar sem snertifletir AFE og atvinnumálanefndar væri margir þegar horft væri til þeirrar verkefnalýsingu sem sett er fram um starfsmann atvinnumálanefndar. Þá lýsti stjórn AFE yfir vilja til að mynda verkefnastjórn með atvinnumálanefnd og bæjarráði um væntanlegt verkefni Kynningar- og markaðsfulltrúa Akureyrar.

2. Fundargerð síðasta fundar

Farið var yfir fundargerð síðasta fundar og gerðar minniháttar breytingar á texta. Var hún síðan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

3. Fjárhagsáætlun 2001

HS fylgdi áætluninni úr hlaði og gerði grein fyrir ýmsum liðum og forsendum þeirra. Tók hann vara á nokkrum útgjaldaliðum þar sem ekki væri ljóst hvort félagið fengi meiri ráðstöfunartekjur þegar líða færi á árið. Taldi hann eðlilegt að endurskoða áætlunina þegar fyrir lægi hvort félagið fengi fullt framlag frá Byggðastofnun eða hvort um skerðingu yrði að ræða. Var síðan áætlunin samþykkt samhljóða.

4. Tækifæri eignarhaldsfélag

SJS fór yfir þau umkvörtunarefni sem nefnd hafa verið vegna arðsemiskrafna eignarhaldsfélagsins Tækifæri og leitaði eftir áliti stjórnarmanna. Einnig nefndi hann Framtakssjóðinn og velti upp þeirri spurningu hvernig sjóðnum hefði gengið að koma út sínum fjármunum og á hvaða grunni hann starfaði. Spunnust töluverðar umræður um málefni þessarra sjóða og sýndist sitt hverjum. SJS bar fram þá tillögu að framkvæmdarstjóri félagsins tæki saman yfirlit um starfsemi sjóðanna, fjárfestingarstefnu, arðsemiskröfur og annað sem skipti máli til að mynda sér skoðun á starfsemi þeirra.

5. Önnur mál

BK velti upp þeirri spurningu hvað félagið væri að vinna að á sameiginlegum vettvangi sveitarfélaganna og óskaði samantektar fyrir næsta fund á þeim verkefnum sem í gangi væru. Umræður fóru fram um þetta efni og kom þar fram m.a. að skilvirkni svörunar við fyrirspurnum frá félaginu til sveitarstjórnanna mætti vera hraðari og betri.

Fleira var ekki fyrir tekið og fundi slitið kl: 14:20

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is