Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 24. fundur

Árið 2001, 5. febrúar árið 2001, kl. 12:00 kom stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar saman til fundar að Glerárgötu 36.

Fundinn sátu: Sigurður J. Sigurðsson, Ásgeir Logi Ásgeirsson, Hallgrímur Ingólfsson, Hákon Hákonarson, og Bjarni Kristjánsson auk framkvæmdastjóra og starfsmanna AFE.

Fundagerð ritaði Benedikt Guðmundsson

Fyrir tekið:

1. Fundargerð 23. fundar frá 8. janúar 2001

Fundargerð síðasta fundar var tekin fyrir og staðfest af fundarmönnum. Eftirfarandi vinnuregla varðandi fundargerðir voru samþykktar: Ritari fundargerða sendir stjórnarmönnum drög af fundargerðinni og athugasemdir þurfa að berast til baka innan þriggja daga. Eftir þann tíma er ritara heimilt að senda hana til sveitarstjórna. Á næsta fundi eftir staðfesta stjórnarmenn fundargerðina.

2. Frumkvöðlasetur og starfsmannamál

Framkvæmdarstjóri fór yfir atburði liðinna vikna og hvaða hræringar hafi átt sér stað um frumkvöðlasetrið. Þar kom m.a. fram að aðilar á Dalvík hefðu lýst yfir áhuga á að frumkvöðlabúðirnar þær sem hafa verið í undirbúningi á Akureyri verði staðsettar á Dalvík og væru tilbúnir til að leggja fram bæði fjármuni og húsnæði til að gera þetta að veruleika. Að lokinni umræðu ályktaði stjórnin eftirfarandi:

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar fagnar framkomnum hugmyndum um starfsstöð á Dalvík og á Húsavík í tengslum við frumkvöðlasetur á Akureyri. Þá lýsir stjórnin því yfir að hún vilji sjá verkefnastjórn þeirra aðila sem að málinu koma verða myndaða og klári málið sem allra fyrst. Starfsmannamál félagsins verða að bíða um stund þar til ljóst sé hvort ráðinn verði starfsmaður í fullt starf hjá frumkvöðlasetrinu. Stjórnin ítrekar því ósk sína um að hraðað verði ákvörðunartöku um málefni frumkvöðlasetursins.

3. Tækifæri hf.

Lögð voru fram gögn um starfsemi Tækifæris hf. eignarhaldsfélags. Einnig greinargerð Atvinnuþróunarfélagsins þar sem gerð var grein fyrir afstöðu félagsins til starfsreglna Tækifæris hf. Var samþykkt að taka málið upp á næsta fundi stjórnarinnar.

4. Verkefnalisti AFE - áhersla á samstarfsverkefni

Lagður var fram verkefnalisti félagsins en áður en umræða hófst kvaddi SJS sér hljóðs og varpaði fram þeirri hugmynd að stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar tæki einn langann fund út í Ólafsfirði í byrjun næsta mánaðar og færi þá í gegnum markmið félagsins og tilgang. Einnig gæfist þá tóm til að fara yfir einstök mál m.a. verkefnalistan félagsins. Var samþykkt að stefna á föstudaginn 9. mars og hefja fundinn um kl:16:00

Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl: 14:00

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is