29. fundur
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
5. júlí 2001 kl. 16:00 –18:10
Glerárgata 36
Stjórnarmenn
Sigurður J. Sigurðsson
Ásgeir Logi Ásgeirsson (varamaður RSF)
Hallgrímur Ingólfsson
Aðalheiður Eiríksdóttir
Starfsmenn
Hólmar Svansson, framkvæmdarstjóri
Þetta var fyrsti fundur þar sem nýkjörinn stjórnarmaður Aðalheiður Eiríksdóttir var mætt og bauð formaður hana velkomna.
1. Fundargerð síðasta fundar.
Afgreiðslu síðustu fundargerðar frestað. Verður formlega afgreidd ásamt fundargerð 29. fundar á 30. fundi.
2. Ákvörðun reglulegs fundartíma
Borin var upp tillaga að fundartíma. Fyrsti fimmtudagur í heilli viku í hverjum mánuði. Ákveðið var að prófa þetta á næsta fundi eftir sumarfrí. Fundur 30 verður því 6. september 2001 kl. 16:00-18:00
3. Endurskoðun áætlunar
Til að auðvelda samanburð á áætlun, reynd og ársskýrslum var uppsetning áætlunar félagsins endurgerð í samráði við endurskoðendur félagsins. Framkvæmdastjóri kynnti nýja áætlun uppsetta í þessu nýja formi. Skipulag áætlunar samþykkt og endurskoðuð áætlun félagsins samþykkt en rætt um að taka hafa aftur upp í haust.
4. Drög af verklagsreglum AFE kynntar
Framkvæmdarstjóri kynnti drög sem send voru fundarmönnum um verklag sem þróast hefur í framkvæmd í félaginu. Formlegri afgreiðslu verklagsreglana frestað til næsta fundar.
5. Erindi frá Héraðsráði
Framkvæmdarstjóri kynnti erindi sem borist hafði frá Héraðsráði sem fór fram á að flytja samningsumboð starfsmanna þeirra samstarfsverkefna sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu til kjarasamninganefndar Akureyrarbæjar. Var formanni og framkvæmdastjóra falið að ræða við kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar um þessa tillögu.
6. Önnur mál
Engin önnur mál.
Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 18:10