Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar 22. fundur

Árið 2000, 20. desember 2000, kl. 12:00 kom stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar saman til fundar að Glerárgötu 36.

Fundinn sátu: Sigurður J. Sigurðsson, Ásgeir Logi Ásgeirsson, Hallgrímur Ingólfsson, Hákon Hákonarson auk framkvæmdastjóra og starfsmanna AFE. Fjarverandi: Bjarni Kristjánsson
Fundagerð ritaði Benedikt Guðmundsson

Fyrir tekið SJS setti fundinn og bauð gest fundarins, Kristján Skarphéðinsson hjá Iðnaðarráðuneytinu, velkominn. Því næst fór hann yfir dagskrá fundarins og gaf framkvæmdarstjóra AFE orðið.

1. Flutningur AFE Framkvæmdarstjóri fór yfir flutninga félagsins úr Strandgötu 29 í Glerárgötu 36. Hann gerði einnig grein fyrir væntanlegum breytingum á starfsmannahaldi og starfslokum, Bjarna Þórólfssonar, en hann hættir í byrjun næsta árs. Voru honum þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins þann tíma sem hann starfaði hjá því. Því næst fór framkvæmdarstjóri hratt yfir sögu hvað varðar verkefni sem í vinnslu eru hjá starfsmönnum.

2. Rekstur jan-nóv 2000. Framkvæmdarstjóri fór yfir rekstur fyrstu 11 mánuði ársins og gerðu stjórnarmenn ekki athugasemd við stöðu mála. Stjórnin sá ekki ástæðu til að endurskoða áætlunina þar sem frávikin voru innan eðlilegara marka.

3. Fjárhagsáætlun 2001. Framkvæmdastjóri fór yfir forsendur áætlunarinnar en hún er sett upp m.v. tvær mismunandi tekjuforsendur. SJS vill að félagið sendi frá sér áætlun sem væri hallalaus því félagið þyrfti að hafa borð fyrir báru og engin ástæða til að tefla á tæpasta vaði. Því næst var borin upp tillaga um að framkvæmdarstjóri sendi stjórnarmönnum forsendur áætlunarinnar til skoðunar og efnið tekið fyrir í upphafi ársins 2001. Örlitlar umræður fóru fram um samning AFE við Upplýsingamiðstöð ferðamanna sem væntanlega verður tekinn til endurskoðunar á vordögum.

4. Samningur AFE við atvinnumálanefnd Akureyrar BG fór yfir forsögu málsins og kynnti nýja samningin sem daginn áður var samþykktur í bæjarstjórn. Stjórnarmenn ræddu almennt um þessi mál og sérstaklega urðu umræður miklar um orkumál-og orkufrekan iðnað. Síðan var samningurinn borin upp og var hann samþykktur samhljóma.

5 Gestur fundarinns Gestur fundarins, Kristján Skarphéðinsson, frá Iðnaðarráðuneytinu tók því næst til máls og þakkaði fyrir tækifærið að hitta stjórn og starfsmenn AFE. Fór hann viðurkenningarorðum um starfsemi félagsins og þá athygli sem starfsemi þess hefur vakið á landsvísu. Því næst gerði hann grein fyrir starfsemi Byggðastofnunar og kom fram að stofnunin hefur haft rétt um 200 milljónir til ráðstöfunar á undanförnum árum og af því hafa farið um 103 milljónir til atvinnuráðgjafafélaganna, til reksturs Byggðastofnunar 50 milljónir og sama upphæð hefur verið til ýmissra verkefna s.s. styrkja ofl. Blikur væri á lofti og m.a. stæði flutningur stofnunarinnar fyrir dyrum, hugsanlegar greiðslur vegna starfslokasamninga og annar tilfallandi kostnaður vegna þeirra breytinga sem í vændum eru og því óljóst á þessari stundu hvort Byggðastofnun geti staðið við þær skuldbindingar sem á hana eru lagðar varðandi framlög til atvinnuþróunar í landinu. Þá gerði KS grein fyrir Tækifæri, eignarhaldsfélaginu sem Byggðastofnun hefur skuldbundið sig til að leggja í 300 milljónir á þessu ári og aðrar 300 milljónir á því næsta. Hann ræddi um aðkomu ráðuneytisins, Nýsköpunarsjóð, Byggðastofnunar og IMPRU að frumkvöðlasetri því sem AFE er að setja upp. Þá ræddi hann um Byggðaáætlunina og skýrslu þá sem í vinnslu er um framkvæmd hennar sem kynnt verður fljótlega á nýju ári í þinginu. Þá er í undirbúningi ný byggðaáætlun og óskaði hann eftir ábendingum frá atvinnuþróunarfélögunum varðandi hana. Þá ræddi hann lítishátta um verkefni Iðnaðarráðuneytisins aem tengjast byggðamálum. Nefndi hann þar niðurgreiðslu húshitunarkostnaðs, jarðhitaleit, styrki til stofnunar hitaveitu ofl. Þá ræddi hann væntanleg raforkulög og sameiningu RARIK og Norðurorku á Akureyri og að lokum fór hann nokkrum orðum um væntanlega endurskoðun á stoðkerfi stjórnvalda og taldi hann tækifæri landsbyggðarinnar liggja m.a. þar. Stjórnarmenn AFE sem og starfsmenn höfðu sitt hvað til málanna að leggja og voru umræður töluverðar um ýmis mál sem tengjast landsbyggðinni.

6. Önnur mál HS ræddi lítisháttar um kynningarmál og óskaði eftir áliti stjórnarmanna á því hvenær og hvort væri við hæfi að geta aðildar AFE að ýmsum málum sem styrktu atvinnulí. Ræddu stjórnarmenn þetta töluverða stund en enginn bein niðurstaða fékkst í þá umræðu. SJS þakkaði síðan KS fyrir fundarsetuna og nótaði tækifærið f.h. stjórnar að þakka BÞ fyrir samstarfið og óskaði honum alls hins besta í framtíðinni og sleit þar með fundi.

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is