Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 21. fundur

Árið 2000, 2. október 2000, kl. 12:00 kom stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar saman til fundar að Strandgötu 29.

Fundinn sátu: Sigurður J. Sigurðsson, Ásgeir Logi Ásgeirsson, Hallgrímur Ingólfsson, Bjarni Kristjánsson auk framkvæmdastjóra og eins starfsmanns AFE.

Fjarverandi: Hákon Hákonarson

Fundagerð ritaði Benedikt Guðmundsson

Fyrir tekið

Framkvæmdarstjóri byrjaði á því að gera grein fyrir fundi atvinnuþróunarfélaganna með Guðm. Malmquist forstjóra Byggðastofnunar. Þar kom fram að allt benti til þess að framlög til Byggðastofnunar, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, myndu dragast saman í krónutölu og alls óvíst um hvernig framlögum til atvinnuþróunarfélaganna yrði háttað.

Staða helstu mála

HS fór yfir verkefni Bjarna Þórólfssons og Ómars Banine í fjarveru þeirra. BG fór yfir verkefni þróunarsviðsins og var óskað eftir að hann sendi stjórnarmönnum drög af verkefnaáætlun varðandi fundi og ráðstefnur svo stjórnarmenn gætu komið fram með hugmyndir um efni á þessum fundum.

Ferðamál, afrakstur sumarsins.

Í fjarveru ÓB fór framkvæmdarstjóri yfir þau verkefni sem unnið hefur verið að á sviði ferðamála á undanförnum mánuðum. Að lokinni þeirri kynningu hófust töluverðar umræður á milli manna um ferðamála almennt og var víða komið við.

Frumkvöðlasetur.

Framkvæmdarstjóri gerði grein fyrir kostnaðaráætlun vegna breytinga á húsnæði og húsgagnakaupa í þróunarsetrið. Breytingar hljóða upp á tæp kr. 500.000,- og húsgagnakaup kr. 1.000.000,- Aðrar breytingar sem þarf að fjármagna hljóða upp á tæpar kr. 1.800.000,- en þann kostnað þarf AFE að fjármagna til að byrja með en stefnt er að því að fá þriðja aðila til að fjármagna þá upphæð síðar. Stjórn AFE heimilaði framkvæmdarstjóra að halda áfram með málið og undirbúa flutning skrifstofunar út í Glerárgötu.

Fleira var ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 14:05

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is