Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 20. fundur
Árið 2000, 28. ágúst 2000, kl. 12:00 kom stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar saman til fundar að Strandgötu 29.
Fundinn sátu: Sigurður J. Sigurðsson, Ásgeir Logi Ásgeirsson, Hákon Hákonarson, Bjarni Kristjánsson auk framkvæmdastjóra og starfsmanna AFE.
Fjarverandi: Hallgrímur Ingólfsson
Fundagerð ritaði Benedikt Guðmundsson
Fyrir tekið
1. Fjárhagsyfirlit AFE 1. jan - 31. júlí 2000.
Framkvæmdarstjóri kynnti stjórnarmönnum rekstraryfirlit jan-júlí 2000. Einnig kynnti hann þá möguleika sem bókhaldskerfið býður uppá Enginn athugasemd kom fram um rekstur félagsins enda allar tölur á réttu róli m.v. árstíma.
2. Nýsköpunarsetur
Framkvæmdarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála og sýndi grunnmynd af þeim hæðum í húsnæði HA sem stendur til boða undir starfsemi Nýsköpunarseturs og skrifstofur AFE. Hann fór yfir skipulagið og greindi frá viðræðum sínum við aðila í iðnaðarráðuneytinu, hjá Nýsköpunarsjóði, Byggðastofnun og IMPRU. Fram kom að ágreiningur er enn um hver eða hverjir eigi að taka þátt í kostnaðinum við uppsetningu og rekstur Nýsköpunarsetursins. Framkvæmdarstjóri lagði til að framlag AFE yrði þau húsgögn sem félagið ætti og tóku stjórnarmenn vel í það. Hann óskaði einnig eftir því að stjórnin samþykkti að framkvæmdarstjóra og stjórnarformanni væri heimilað festa kaup á þeim búnaði sem félagið þyrfti að fjárfesta í til notkunar í hinu nýja rými. Stjórnin fól framkvæmdarstjóra að halda áfram vinnu og samningargerð til stofnunar Nýsköpunarseturs en endanleg kostnaðaráætlun þyrfti að leggja fyrir stjórn til samþykktar áður en frekari ráðstafanir yrðu gerðar.
3. Önnur mál
3.1 Fjar-og gagnavinnsla
Á.l.Á hóf umræðuna um fjarvinnslu á landsbyggðinni og skýrslu þá sem AFE vann um hæfni Eyjafjarðarsvæðisins í fjar- og gagnavinnslu. Hann leita svara við spurningunni "og hvað svo?" Hann nefndi að öll þessi mál væru í lausu lofti og hver vísaði á annan, bæði hjá hinu opinbera og í ráðuneytum. Hann lagði til að AFE tæki að sér að fóstra fjarvinnslu á Íslandi og leita leiða til að skilgreina hvað í því fælist. SJS tók undir með ÁLÁ og nefndi að ráðstefna um framhald þessara mála gæti verið gott innlegg frá AFE.
3.2. Upplýsingatækni á Akureyri
HS greindi frá áfangaskýrslu sem unnin var fyrir AFE og HA um möguleika á uppbyggingu þekkingarsamfélags á Akureyri. Skýrslan fjallar um möguleika þess að koma á fót tölvunarfræði námi á Akureyri sem gæti skapað svæðinu sérstöðu með því að velja fagsvið sem ekki bjóðast annars staðar. Ræddu menn þetta málefi um stund en síðan var fundi slitið kl: 14:00