Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, 18. fundur
Árið 2000, 8. maí 2000, kl. 12:00 kom stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar saman til fundar að Strandgötu 29.
Fundinn sátu: Sigurður J. Sigurðsson, Hallgrímur Ingólfsson, Ásgeir Logi Ásgeirsson auk framkvæmdastjóra og starfsmanna AFE.
Fjarverandi: Bjarni Kristjánsson og Hákon Hákonarson
Fundagerð ritaði Benedikt Guðmundsson
Fyrir tekið
1. Verkskipting stjórnar
Aldursforseti fundarins, SJS, stýrði fundinum og bauð stjórnarmenn velkomna. Síðan var gengið til fyrsta dagskrárliðar og kom fram tillaga um að verkskipting stjórnar yrði óbreytt frá því sem var þar sem sömu aðilar skipuð stjórnin eins og hún var fyrir aðalfund félagsins. Var þetta samþykkt samhljóma. Verkskipting stjórnar er því eftirfarandi:
Formaður Sigurður J. Sigurðsson
Varaformaður Ásgeir Logi Ásgeirsson
Ritari Hákon Hákonarsons
Meðstjórnendur Hallgrímur Ingólfsson og Bjarni Kristjánsson
Varamenn. Valur Knútsson og Rögnvaldur Skíði Friðbjarnarson
Nýkjörin formaður sagðist vilja halda einn fund fyrir sumarfrí þar sem menn ræddu aðalfundinn, og fundartíma þar sem menn virtust eiga erfitt með að mæta á þeim tíma sem stjórnin ákvað á sínum tíma. Var framkvæmdarstjóra falið að kanna hvort stjórnarmenn gætu mætt þann 19. júni þar sem málin yrðu rætt nánar.
2. Markaðsskrifstofa Akureyrar
Benedikt Guðmundsson kynnti hugmyndir að stofnun Markaðsskrifstofu Akureyrar, sem hann hefur unnið fyrir Atvinnumálanefnd Akureyrar. Í þeim tillögum er vægi viðburðaferðamennsku minnkað verulega frá þeim hugmyndum sem hagsmunaaðilar komu fram með í upphafi. Fram kemur í kynningunni að grunnlag skrifstofunar er þjónustusamningur við Akureyrarbæ og framtíð hennar er undir því komin að Akureyrarbær sé tilbúinn að ganga til samninga um þjónustu sem tryggir rekstur hennar. Ennfremur er gert ráð fyrir að AFE komi að rekstri skrifstofunar með rekstrarstyrk og þjónustusamningi.
Stjórn AFE telur ekki tímabært á þessu stigi að afgreiða fram komna hugmynd þar sem afstaða Akureyrarbæjar mun ráða því hvort að stofnun Markaðsskrifstofu Akureyrar verður eða ekki. Hinsvegar lítur AFE með velvilja til stofnunar slíkrar skrifstofu og mun stjórnin svara erindinu jafnskjótt og afstaða Akureyrarbæjar liggur fyrir.
3. Önnur mál
3.1. Nýsköpunarsetur
Framkvæmdarstjóri gerð grein fyrir framvindu mála og taldi allt benda til þess að nýsköpunarsetur yrði komið á laggirnar í haust. Iðnaðarráðuneytið styður framgang málsins og umræður eru í gangi við Iðntæknistofnun um þátt þess í setrinu.
Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl: 14:30