Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 15. fundur
Árið 2000, 7. febrúar 2000, kl. 12:00 kom stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar saman til fundar að Strandgötu 29.
Fundinn sátu: Sigurður J. Sigurðsson, Bjarni Kristjánsson, Hákon Hákonarson, Hallgrímur Ingólfsson, auk framkvæmdastjóra og starfsmanna AFE.
Fjarverandi: Ásgeir Logi Ásgeirsson þar sem hann var upptekinn annarsstaðar. Varamaður hans í vetrarfríi.
Fundagerð ritaði Benedikt Guðmundsson
Fyrir tekið:
1. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
Framkvæmdarstjóri lagði fram bréf frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar þar sem farið er fram á rekstrarframlag frá AFE í tvö ár sem næmi kr. 1.500.000 fyrir hvert ár. Framlagið yrði rekstrarframlag sveitarfélagana á Eyjafjarðarsvæðinu. Stjórn AFE samþykkti einróma að verða við þessu.
2. Fjárhagsáætlun AFE fyrir árið 2000
Framkvæmdastjóri fylgdi úr hlaði endurskoðaðri fjárhagsáætlun AFE fyrir árið 2000. Gert er ráð fyrir að hluta af veltufél ársins 1999 verð ráðstafað á næsta ári m.a. vegna:
Í fyrsta lagi vegna gjaldfærslu á verkefnum sem hófust á síðasta starfsári.
Í öðru lagi vegna stofnfjárfestinga m.a. heimasíðugerðar og bæklingagerðar.
Þessi áætlaði halli mun þó ekki há rekstri félagsins þar sem áætlaður tekjuafgangur rekstrarársins 1999 er hærri en þessu nemur.
Í fjárhagsáætlun AFE fyrir árið 2000 er ekki gert ráð fyrir greiðslum frá atvinnumálanefnd Akureyrar fyrir þá þjónustu sem AFE sér um fyrir nefndina, enda hefur bæjarstjórn Akureyrar ekki afgreitt saming þann sem gerður var milli AFE og atvinnumálanefndar Akureyrar. Stjórn AFE leggur áherslu á að verkefni fyrir atvinnumálanefnd Akureyrar komist á hreint og samingur þar að lútandi, sem geti þá orðið fordæmi að samningum við aðrar atvinnumálanefndir á svæðinu, ef þær óska slíks.
Fjárhagsáætlun var samþykkt samhljóða.
3. Stefnumótun AFE
Lögð var fram samantekt á niðurstöðum þeirrar stefnumótunar sem félagið hefur farið í gegnum á undanförnum mánuðum. Stjórn félagsins lítur svo á að áherslur starfseminnar séu skýrar og félagið geti farið að vinna markvisst eftir stefnumótuninni.
HH vill að aukinn áhersla verði lögð á laða fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðið. Hann gerði að tillögu sinni að stjórn AFE hefji nú á vormánuðum umræðu um með hvaða hætti félagið geti aukið áhuga fyrirtækja á staðsetningu á svæðinu og að félagið marki stefnu í þessum málum til framtíðar.
BK kom ínn á þátt ferðamála og gerði að umtalsefni hvernig staðið yrði að sameiginlegum kynningarmálum, gerð göngukorta, merkingu reiðleiða og skráningu sögustaða. Hann óskaði eftir skipulagðri framkvæmdaráætlun fyrir svæðið í heild. ÓB og HS svöruðu því og sögðu frá hvað væri í gangi á þessu sviði
4. Önnur mál
4.1. Fundagerðir
Framkvæmdarstjóri sagði frá kvörtunum sem borist hafði vegna seinagangs félagsins að senda frá sér fundagerðir og óskaði eftir því að stjórnarmenn gerðu athugasemdir við fundagerðir, ef einhverjar eru, eigi síðar en tveimur dögum eftir útsendingu. Tóku stjórnarmenn ljúfmannlega í það.
4.2 Heimsókn í Nýsköpunarsetur
Framkvæmdarstjóri bauð síðan stjórnarmönnum í heimsókn í væntanlegt nýsköpunarsetur.
Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl: 13:45