Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 17. fundur
Árið 2000, 3. apríl 2000, kl. 12:00 kom stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar saman til fundar að Strandgötu 29.
Fundinn sátu: Sigurður J. Sigurðsson, Bjarni Kristjánsson, Hallgrímur Ingólfsson, Ásgeir Logi Ásgeirsson, Hákon Hákonar auk framkvæmdastjóra og starfsmanna AFE.
Fundagerð ritaði Benedikt Guðmundsson
Fyrir tekið:
1. Rekstrarárið 1999 afgreiðsla reikninga félagsins
Formaður stjórnar S.J.S fór yfir reikningana í stuttu máli og ræddi m.a. hvort framlag sveitarfélaganna ætti að vera óbreytt eða hvort fylgja ætti vísitölu neysluverðs. Stjórnarmenn leggja áherslu á að framlag sveitarfélaganna haldi verðgildi sínu en mismunandi skoðanir voru um það hvort það ætti að gerast sjálfkrafa og framlögin að breytast þannig árlega í takt við breytingar vísitölunnar. Fram kom að vísitalan hafi hækkaða um 5,9% síðustu 12 mánuði. Stjórnin ályktaði eftirfarandi: Stjórnin leggur til við aðalfund að framlög sveitarfélaga á árinu 2001 verði hækku til samræmis við breytingar á vísitölu neysluverðs frá jan. 1999 (183,7 stig) til jan. 2000 (194 stig) eða 5,6%. Framlög verði kr. 1,584 hjá aðildarfélögum með 300 íbúa eða fleiri og kr. 1,372 hjá sveitarfélögum með færri en 300 íbúa.
2. Aðalfundur AFE fyrir árið 1999
Formaður fór yfir væntanlegan aðalfund sem haldinn verður 6. apríl kl. 16:00 að Fosshótel KEA. Þar verður farið yfir skýrslu stjórnar (S.J.S.) reikninga félagsins og áætlun ársins 2000 (HS) auk hefðbundinna aðalfundastarfa. Þá eiga starfsmenn að gera grein fyrir sínu verksviði, hvaða verkefni hafa verið í gangi og hvað er framundan. Formaður stjórnar S.J.S mælti með því að bjóða ýmsum aðilum setu á fundinum og var framkvæmdastjóra falið að ganga frá því máli.
3. Önnur mál
Framkvæmdarstjóri tilkynnti stjórnarmönnum að framvegis myndi félagið borga stjórnarlaun mánaðarlega þar sem athugasemd hafi komið frá endurskoðanda félagsins á útreikning á greiðslum fyrir akstur sem er mismunandi eftir árstíðum. Framkvæmdarstjóri taldi einfaldara að færa laun stjórnarmanna með launum starfsmanna og þannig væri launauppgjör rétt á hverjum tíma.
Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl: 13:30