Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 14. fundur
Árið 2000, 10. janúar 2000, kl. 12:00 kom Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar saman til fundar að Strandgötu 29.
Fundinn sátu: Bjarni Kristjánsson, Hákon Hákonarson, Valur Knútsson, Hallgrímur Ingólfsson, Ásgeir Logi Ásgeirsson auk framkvæmdastjóra og starfsmanna AFE.
Fjarverandi: Sigurður J. Sigurðsson vegna veikinda.
Fundagerð ritaði Benedikt Guðmundsson
Fyrir tekið
1. Verkefnasjóður 2. úthlutun 1999
BG fór gerði grein fyrir niðurstöðu sjóðsstjórnar og las yfir nöfn þeirra sem fengu styrk. Nefndarmenn gerðu ekki athugasemd við niðurstöður starfsmanna. Þó spunnust umræður um hvort hægt væri að skilyrða greiðslur einstakra styrkja sem aðilar væru að fá ef AFE sýndist verkefnið þannig að það gæti gefið vel af sér ef það fengi brautargengi.
2. Rekstur ársins 1999 og áætlun 2000.
HS fór yfir rekstraryfirlit ársins 1999 og áætlun ársins 2000. Stjórnin ákvað að taka endanlega afstöðu til áætlunnar á næsta fundi.
3. Stefnumótun AFE
HS hóf umræðuna og greindi frá vinnu starfsmanna við samræmingu á teksta stefnumótunarinnar. Stjórnarmenn og starfsmenn AFE ræddu áfram orðalag og ákvað síðan stjórnin að VK og HI hittu framkvæmdarstjóra félagsins og í sameiningu myndu þeir klára tekstagerðina og orðalag.
4. Kynningarbréf frá Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar
HS kynnti bréf frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar þar sem fram kom að bæjarstjórn Akureyrar hefði samþykkt framgöngu málsins eins og verkefnastjórn Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar hafði kynnt fyrir henni. VK, formaður atvinnumálanefndar Akureyrar, útskýrði tilurð og hugsunina á bakvið erindi Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar og gat þess jafnframt að æskilegt væri að hún hefði aðstöðu hjá AFE. Stjórnarmenn AFE tóku jákvætt undir kynningarbréf Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar en afstaða til málsins verðuri tekin þegar formlegt erindi berst.
5. Nýsköpunarsetur
HS sagði frá hver staða mála varðandi varðandi setrið. Kom þar fram að eigandi og leigjandi hússins væri tilbúnir að skoða ýmsa kosti sem fyrir liggja. Hinsvegar væri mörg ljón í veginum varðandi fjármögnun og hvernig ætti að greiða það. Bauð hann síðan stjórnarmönnum að skoða húsnæðið að loknum fundi. Ekkert varð af því vegna anna fundarmanna.
6. Önnur mál
Þarfagreiningarkerfi: HS sagði frá samvinnuverkefni atvinnuþróunarfélanna og Byggðastofnunar. Verkefnið væri á lokastigi og AFE hefði tekið að sér að prufukeyri kerfið.
Fréttabráf AFE: HS greindi frá stöðu mála og tilkynnti að stefnt væri að útgáfu fréttablaðsins um næstu mánaðarmót.
Orkusjóður: VK vakti athygli á því að nú væri búið að ráða nýjan framkvæmdarstjóra Orkusjóðs og óskaði hann eftir því að framkvæmdastjóri gengi á hans fund og kannaði hvort hægt væri að fá fjármuni til að leita notenda að þeirri orku sem í boði er í þessum landshluta. Tóku stjórnarmenn undir þessa tillögu VK.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl: 14:50