Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

II.  Kafli

Rekstur og ábyrgð

6. gr.  Rekstrarframlag

Sveitarfélög sem aðild eiga að samlaginu skulu greiða rekstrarframlög miðað við íbúa fjölda.  Rekstrarframlagið skal standa undir rekstri samlagsins og þeim verkefnum sem stjórn þess ákveður. Rekstrarframlagið skal ákvarðast á ársfundi og skal stjórn samlagsins gera tillögur að breytingum á því.  Stjórn samlagsins er heimilt að taka að sér verkefni frá öðrum stofnunum eða félögum enda greiði viðkomandi aðili allan kostnað þeim samfara.

7. gr.  Ábyrgð sveitarfélaga

Sveitarfélögin bera einfalda ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum samlagsins gagnvart kröfuhöfum, sbr. 5 mgr. 82. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.  Innbyrðis skiptist ábyrgðin í hlutfalli við íbúafjölda sveitarfélags.

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is