Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

III.  Kafli

Kosning stjórnar, hlutverk o.fl.

8. gr.  Stjórn, fjöldi stjórnarmanna, kosning, skipting í embætti og umboð

Stjórn samlagsins skal skipuð fimm mönnum og tveim til vara og skal hún skipuð á vorfundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar ár hvert sem jafnframt er aðalfundur samlagsins. 

Í stjórn samlagsins tilnefnir Akureyrarbær þrjá aðalmenn og einn til vara og önnur aðildarsveitarfélög tilnefna 2 aðalmenn og einn til vara. Varamaður tilnefndur af Akureyrarbæ er varamaður þeirra sem Akureyrarbær tilnefnir og sama er að segja um varamann annarra sveitarfélaga sem er varamaður aðalmanna þeirra. Kjörtímabil stjórnar er á milli aðalfunda.  Stjórn samlagsins skiptir með sér verkum. Meirihluti stjórnar getur skuldbundið félagið

Stjórn samlagsins hefur fullt umboð þeirra sveitarfélaga sem að samlaginu standa til að ráðstafa tekjum samlagsins.  Stjórn samlagsins skal sjá til þess að rekstrarframlög og sértekjur standi undir kostnaði við reksturinn.  Stjórn er ekki heimilt að skuldbinda samlagið nema að því marki er rekstrarframlagi og sértekjum nemur.  Ef þörf er á auknu fjármagni skal leita eftir heimildum eða auknum framlögum frá aðildarsveitafélögunum.

Þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar er stjórn félagsins heimilt að boða til aðalfundar fyrr en hér greinir, en í síðasta lagi á vorfundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar.

9. gr.  Fundir stjórnar, boðun og fundarsköp

Hver sveitarstjórn sem aðild á að samlaginu tilnefnir einn fulltrúa til að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi þess.  Auk þeirra eiga rétt til fundarsetu fulltrúar sveitarfélanna sem sitja vorfund Héraðsnefndar Eyjafjarðar og aðrir sveitarstjórnarmenn í viðkomandi sveitarfélögum.

Stjórn samlagsins heldur fundi mánaðarlega að jafnaði og oftar ef þurfa þykir.  Skylt er að halda fund ef tveir stjórnarmenn æskja þess.  Stjórnarfundur telst ályktunarhæfur ef á fundinum er meirihluti stjórnar.

Um boðun funda og fundarsköp gilda ákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, eftir því sem við á.

Stjórnarformaður stýrir fundi.  Stjórnin kýs fundarritara úr sínum hópi eða ræður sérstakan fundarritara.

Stjórnarformaður skal sjá um að fundargerðir séu skipulega færðar í sérstaka gerðabók.

10. gr.  Hlutverk stjórnar

  • Að ráða framkvæmdastjóra sem er ábyrgur fyrir daglegum rekstri samlagsins.
  • Að móta stefnu samlagsins og gera tillögur um framtíðarmarkmið þess.
  • Að hafa eftirlit með öllum rekstri samlagsins svo sem bókhaldi og fjárreiðum, sjá um að lögum og reglugerðum sé fylgt. 
  • Að gæta hlutleysis samlagsins í daglegu starfi og varast að það dragi taum einstakra aðila sem eiga aðild að rekstri þess.
  • Að gera eignaraðilum grein fyrir áætlunum samlagsins varðandi ráðstöfun fjármuna.  Slíkar áætlanir skulu kynntar fyrir lok febrúarmánaðar ár hvert.
  • Að leggja fram skýrslu stjórnar samlagsins, ársreikninga þess og gera grein fyrir fjárhagsstöðu og áætlun samlagsins á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar b.s.
  • Að koma fram fyrir hönd samlagsins gagnvart dómstólum og stjórnvöldum.
  • Að gera tillögur til aðildarsveitarfélaga um rekstrarframlag.

11. gr. Aðalfundur, reikningar og endurskoðun þeirra

Á aðalfundi samlagsins, skal leggja fram ársreikninga þess fyrir liðið ár og bera þá undir atkvæði.  Reikningar skulu vera endurskoðaðir og áritaðir af löggiltum endurskoðanda, sem stjórnin ræður.  Á dagskrá aðalfundar skal taka fyrir eftirfarandi mál:

  1. Skýrslu stjórnar
  2. Ársreikninga
  3. Umræðu um skýrslu stjórnar og afgreiðslu ársreikninga
  4. Breytingar á stofnsamningi
  5. Skipun stjórnar
  6. Önnur mál
 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is