IV. Kafli
Endurskoðun samþykkta, úrsögn úr samlaginu o.fl.
12. gr. Endurskoðun
Endurskoðun samþykkta samlagsins skal að öðru leyti framkvæmd í samræmi við 83 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Gangi sveitarfélag úr byggðasamlaginu eða verði það lagt niður, skulu um það gilda ákvæði 84. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Rekstrarframlög aðildarsveitarfélaga er í formi gjalds per íbúa í sveitarfélaginu. Upphæð framlags skal ákveðin á aðalfundi félagsins fyrir næsta starfsár. Framlög skulu hækka miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs frá almannaksári þess sem aðalfundur fjallar um. Veittur er 14% afsláttur af framlögum sveitarfélaga sem eru með færri en 300 íbúa.
Samþykktir eru byggðar á stofnsamningi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar b.s. á Akureyri, 15. október 1998 og fram komnum breytingum á síðari aðafundum samlagsins.
Samþykktir þessar eru samþykktar af eftirfarandi aðilum í umboði síns sveitarfélags.
___________________________
f.h. Akureyrarbæjar
___________________________
f.h. Arnarneshrepps
___________________________
f.h. Dalvíkurbyggðar
___________________________
f.h. Eyjafjarðarsveitar
___________________________
f.h. Hörgárbyggð
___________________________
f.h. Ólafsfjarðarbæjar
___________________________
f.h. Grýtubakkahrepps
___________________________
f.h. Svalbarðsstrandarhrepps