88. fundur stjórnar AFE.
Fundur stjórnar AFE
Mánudaginn 4. september kl. 11:30 að Skipagötu 9.
Mættir stjórnarmenn:
Helena Karlsdóttir, stjórnarformaður
Árni K. Bjarnason
Baldvin Esra Einarsson
Svanfríður Inga Jónasdóttir
Valur Knútsson
Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE mætti á fundinn kl. 12:30
Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri AFE
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar.
2. Viðskiptasendinefnd til Bretlands
Verkefnastjóri kynnti nýjustu upplýsingar varðandi viðskiptaráðstefnu í Bretlandi í byrjun okt. Umræður. Verkefnastjóra falið að hafa samband við klasastjóra og/eða forystufólk í hverjum klasa og kanna áhuga á þátttöku. Einnig að kanna möguleika á samstarfi við Iceland Express og nýtingu á beinu flugi frá Akureyri til Bretlands í tengslum við ráðstefnuna.
3. Stefnumótun
Rætt um ytra umhverfi AFE og framtíðarhorfur. Umræður. Ákveðið að taka samþykktir AFE til endurskoðunar á næsta fundi.
4. Önnur mál
AFE barst beiðni frá Byggðastofnun þess efnis að stofnunin hefði áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum AFE. Umræður. Starfsmönnum falið að svara Byggðastofnun, þar sem lagt er til að í stað áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum verði komið á reglulegum samráðsfundum stjórnar með aðilum Byggðastofnunar.
Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 2. október kl. 12:00
Fundi slitið kl. 13:15.
Fundarritari: HPÞ