Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

83. fundur stjórnar AFE.

 

Fundur stjórnar AFE var haldinn

að Skipagötu 9, mánudaginn 15. maí kl. 16:00.

 

Mættir stjórnarmenn:

Valur Knútsson, stjórnarformaður

Árni K. Bjarnason

Árni V. Friðriksson

Oktavía Jóhannesdóttir

Stefanía Traustadóttir

 

Starfsmenn:

Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE

Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri AFE

 

1. Fundargerðir síðustu tveggja stjórnarfunda

Fundargerðir samþykktar með eftirfarandi breytingum. Bæta nafni Stefaníu á báðar fundargerðir, hún mætti á 81. fund og kom síðar á 82. fund (samráðsfundinn á Hótel KEA.)

 

2. Ársskýrsla VAXEY

Ársskýrsla Vaxey 2005 kynnt ásamt endurskoðuðum ársreikningi Vaxey. Umræður. Ákveðið að fá samþykki stjórnar Vaxey á ársreikningi Vaxey.

 

3. Endurskoðað uppgjör AFE 2005

Lagður var fram endurskoðaður ársreikningur AFE 2005. Umræður. Formaður lagði til að gengið yrði frá málarekstri í sambandi við hið svokallaða e-verkefni.  Reikningurinn samþykktur.

 

4. Undirbúningur aðalfundar AFE

Umræður. Tillaga samþykkt um að halda aðalfund AFE á Akureyri, þriðjudaginn 20. júní n.k. kl. 15:00. Stjórnarformanni og framkvæmdastjóra falið að finna fyrirlesara á fundinn, t.d. um möguleika sveitarfélaga til uppbyggingu atvinnulífs. Einnig að hugsa fyrir boðsgestum.

 

5. Önnur mál

Eftirfylgni verkefna. Stjórnarformaður lagði til að starfsmenn geri yfirlit um eftirfylgni verkefna AFE.

Skipafélagið BYR. Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála í verkefninu.

 

Fundi slitið kl 17:55.

Fundarritari: HPÞ

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is