86. fundur stjórnar AFE.
Fundur stjórnar AFE var haldinn
að Skipagötu 9, mánudaginn 17. júlí kl. 11:30.
Mættir stjórnarmenn:
Helena Karlsdóttir, stjórnarformaður
Árni K. Bjarnason
Baldvin Esra Einarsson
Svanfríður Inga Jónasdóttir
Valur Knútsson
Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE
Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri AFE
Bjarni Jónasson mætti á fundinn kl. 12:00
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
2. Rekstrar- og verkefnayfirlit.
Framkvæmdastjóri fór yfir rekstraráætlun og stöðu verkefna. Umræður.
3. Verklagsreglur AFE.
Framkvæmdastjóri lagði fram breyttar tillögur að verklagsreglum.
Framkvæmdastjóra falið að gera frekari breytingar fyrir næsta fund sam kvæmt
athugasemdum stjórnarformanns .
4. VAXEY
Bjarni Jónasson kynnti Vaxey og stöðu mála þar fyrir nýrri stjórn. Umræður.
5. Fyrirtækjastefnumót með beinu flugi – viðskiptasendinefnd frá Akureyri.
Framkvæmdastjóri kynnti hugmynd um að senda viðskiptasendinefnd héðan út
fyrir landsteinana í tengslum við beint flug frá Akureyri.
Framkvæmdastjóra falið
að vinna málið áfram og útbúa verkáætlun um verkefnið fyrir næsta stjórnarfund.
6. Stefnumótun stjórnar – áherslur í starfi.
Stjórnarformaður lagði til að stjórn AFE myndi endurskilgreina hlutverk AFE og
endurskoða stefnumótun AFE. Samþykkt að taka þetta fyrir á næsta fundi.
7. Ályktun vegna frestunar framkvæmda.
Lögð fram tillaga um ályktun frá AFE vegna frestunar framkvæmda við lengingu
flugbrautar á Akureyrarflugvelli. Umræður.
Framkvæmdastjóra falið að lagfæra
tillöguna og senda til stjórnarmanna í tölvupósti til yfirlestrar.
8. Önnur mál
Stjórnarformaður velti upp þeirri spurningu hvort formaður ætti að taka sæti
fráfarandi formanns í stjórn Vaxey. Ákveðið að formaður vinni málið áfram.
Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 15. ágúst.
Fundi slitið kl .14:20
Fundarritari: HPÞ