Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

79. fundur stjórnar AFE.

 

Fundur stjórnar AFE var haldinn

mánudaginn 16. janúar kl. 16:00 að Skipagötu 9.

 

Mættir stjórnarmenn:

Valur Knútsson, stjórnarformaður

Árni K. Bjarnason

Gísli Aðalsteinsson, varamaður Akureyri

Oktavía Jóhannesdóttir

Forföll:

Árni V. Friðriksson

Stefanía Traustadóttir

 

Starfsmenn:

Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE

 

 

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Samþykkt samhljóða

 

2. Áherslur í starfi AFE

Stjórnarformaður fór yfir tildrög stefnumörkunar AFE fyrir 4 árum síðan og þær breytingar sem gerðar voru á rekstri og áherslum félagsins. Kom fram að sú stefnumörkun hefur að mestu gengið eftir og áherslumál félagsins eru því í ákveðnum farvegi, en rétt sé að endurskoða stefnuna nú í ljósi þessa. Umræður um málið. Framkvæmdastjóra falið að taka saman tillögur um breyttar áherslur og leggja fyrir næsta stjórnarfund.  

 

3. Hugsanlegar breytingar sveitarfélaga í Eyjafirði

Kafli um atvinnumál í skýrslu RHA um sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar lagður fram til kynningar. Umræðum frestað til næsta fundar.

 

4. Yfirlit helstu verkefna

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu helstu verkefna. Fjallað var um álþynnuverksmiðju, fyrirhugað skipafélag, sameiningu tveggja smáiðnaðarfyrirtækja, aðstoð AFE við markaðssetningu nýrrar vöru í Bretlandi og helstu verkefni AFE samkvæmt starfsáætlun Vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Umræður.

 

5. Önnur mál

Ákveðið að hafa árlegan samráðsfund með eigendum AFE þann 22. febrúar nk.

 

Næsti fundur ákveðinn þann 13. febrúar

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:30.

Fundarritari: MÞÁ

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is