85. fundur stjórnar AFE.
Fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
mánudaginn 26. júní kl. 12:00 að Skipagötu 9.
Mættir stjórnarmenn:
Árni K. Bjarnason
Helena Karlsdóttir
Jóhannes Bjarnason, varamaður AK
Svanfríður Inga Jónasdóttir
Valur Knútsson
Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
1. Stjórn skiptir með sér verkum
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar. Svanfríður setti fundinn og bauð stjórnarmenn
velkomna. Gerð tillaga um Helenu sem formann, Svanfríði sem varaformann og
Val sem ritara. Samþykkt samhljóða og Helena tók við fundarstjórn.
2. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Samþykkt.
3. Verklagsreglur AFE
Framkvæmdastjóri kynnti drög að verklagsreglum AFE. Umræður.
Framkvæmdastjóra falið að leggja ný drög með breytingum fyrir næsta fund.
4. Fastir fundir stjórnar
Rætt um mögulega fundartíma stjórnar. Fundartími verður líklega óreglulegur yfir
sumarið.
5. Önnur mál
Rætt um Vaxtarsamning Eyjafjarðar.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 1 5:00.
Fundarritari: MÞÁ