Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

84. fundur stjórnar AFE.

Fundur stjórnar AFE var haldinn

þriðjudaginn 20. júní kl. 12:00 að Skipagötu 14.

Mættir stjórnarmenn:

Valur Knútsson, stjórnarformaður

Árni K. Bjarnason

Árni V. Friðriksson

 

Starfsmenn:

Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri

Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri

 

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Þessum lið var frestað

 

2. Undirbúningur aðalfundar

Rætt um fyrirkomulag aðalfundar og kjör stjórnarmanna. Umræður. 

 

3. Fjárframlög til AFE

Rætt um fjárframlög sveitarfélaga til AFE. Ákveðið að leggja til við aðalfund AFE að halda sömu fjárframlögum til félagsins miðað við höfðatölu í sveitarfélögunum en að hækkun/lækkun taki mið af vísitölubreytingum.   

 

4. Önnur mál

Stjórnarformaður gerði grein fyrir athugasemdum endurskoðenda félagsins. Framkvæmdastjóra falið að gera uppkast að verklagsreglum fyrir félagið og leggja fyrir næsta stjórnarfund. 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 13:00.

Fundarritari: MÞÁ

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is