81. fundur stjórnar AFE.
Fundur stjórnar AFE var haldinn
mánudaginn 13. mars kl. 16:00 að Skipagötu 9.
Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson, stjórnarformaður
Árni K. Bjarnason
Árni V. Friðriksson
Oktavía Jóhannesdóttir
Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Samþykkt með breytingum
2. Álver á Norðurlandi
Rætt um stöðu mála eftir niðurstöðu Alcoa um að skoða Húsavík. Umræður um önnur verkefni s.s. áframvinnslu áls og skipasiglingar. Starfsmönnum falið að kanna stöðu stórskipasiglinga með hliðsjón af nýtingu Dysneslóðar.
3. Breytingar sveitarfélaga í Eyjafirði
Stefanía gerði grein fyrir stöðu mála varðandi sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Bent á að Siglufjörður hafi starfsmanna á vegum sambands sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra til að sinna atvinnumálum. (Hér fór Oktavía af fundi)
4. Samstarf við KEA
Stjórnarformaður greindi frá fundi sem hann og framkvæmdastjóri áttu með forsvarsmönnum KEA. Umræða um fjölgun opinberra starfa t.d. varðandi menntamál og starfsemi sýslumanna.
5. Samráðsfundur eigenda AFE
Ákveðið að hafa fundinn þann 5. apríl.
6. Önnur mál
Ákveðið að halda stjórnarfund á undan samráðsfundi eigenda, í hádeginu sama dag.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 19:00.
Fundarritari: MÞÁ