80. fundur stjórnar AFE.
Fundur stjórnar AFE var haldinn
mánudaginn 13. febrúar kl. 16:00 að Skipagötu 9.
Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson, stjórnarformaður
Árni K. Bjarnason
Árni V. Friðriksson
Oktavía Jóhannesdóttir
Forföll:
Stefanía Traustadóttir
Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE
Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri AFE
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Samþykkt samhljóða
2. Áherslur í starfi AFE – önnur umræða
Farið yfir tillögur framkvæmdastjóra um áherslur í starfi AFE byggt á umræðu á
síðasta stjórnarfundi. Umræður.
Ákveðið að leggja áherslu á eftirfarandi þætti:
Stuðningur og hvatning til fyrirtækja við að þjónusta álver.
o
AFE stuðli að og/eða hjálpi til við að fyrirtæki verði sér út um
starfsvottun.
o
Hugmynd um að mynda hóp eða klasa fyrirtækja til að þjónusta
álver
o
Starfsmönnum falið að útbúa könnun til fyrirtækja í verkfræði - og
tæknigeiranum varðandi breytingar á umsvifum fyrirtækjanna og
hvernig þau hyggist bregðast við aukinni eftirspurn eftir þjónustu
með tilkomu stóriðjuframkvæmda.
Kannaður verði möguleiki á skipulögðu samstarfi á milli AFE og KEA á
sviði atvinnuþróunar.
Framkvæmdastjóra falið að senda KEA erindi og
óska eftir formlegum fundi varðandi samstarf.
Aukin áhersla á erlend tengsl og útrás fy rirtækja á Norðurlandi.
Starfsmönnum falið að kanna möguleika á að halda ráðstefnu eða
kynningu í Kaupmannahöfn í haust til að kynna Norðurland og mynda
tengsl við danska aðila.
3. Breytingar sveitarfélaga í Eyjafirði
Rætt um að undirbúa jarðveginn varða ndi mögulega aðild nýsameinaðs
sveitarfélags Siglufjarðar og Ólafsfjarðar að AFE.
Formanni og framkvæmdastjóra falið að ræða við sveitarfélögin.
4. Starfsemi AFE og verkefni
Starfsmenn fóru nokkuð ítarlega yfir stöðu verkefna. Fjallað var um álver á
Norðurlandi, ETeB (tilraunasamstarf um rafræn viðskipti), álþynnuverksmiðju,
verkefni VAXEY, Brugghúsið ehf., skipafélagið BYR, fyrirhugaða heimildarmynd
um sagna- og tónlistarhefð á Norðurlöndum, möguleika á að fá upptökur norður á
kvikmyndinni “Slóð fiðrildan na”, bleikjueldi í Ólafsfirði, lítið framleiðslufyrirtæki í
markaðssókn, beint flug milli Akureyrar og Kaupmannaha fnar, möguleika
framleiðslufyrirtækis á framleiðslu á vélbúnaði og aðrar smærri fyrirspurnir.
Umræður.
5. Rekstraryfirlit
Bráðabirgðauppgjör fyrir árið 2005 kynnt, en ákveðið að fresta umræðu til næsta
fundar.
6. Önnur mál
Ákveðið að halda árlegan samráðsfund með eigendum AFE fyrir miðjan mars, en
ekki þann 22. febrúar nk. eins og áður hafði verið ákveðið.
Næsti stjórnarfundur ákveðinn mánud aginn 13. mars.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 19:00 .
Fundarritari: HPÞ