Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs.

Fyrir árið 2004

Haldinn í Brekku Hrísey 15. maí kl. 16:00

Framkvæmdastjóri setti fund og var stungið upp á að starfsmenn AFE yrðu starfsmenn

fundarins, Magnús fundarstjóri og Halldór fundarritari, og var það samþykkt. Magnús

kynnti dagskrá fundarins og að því loknu var gengið til dagskrár sem var eftirfarandi:

1. Ávarp: Haraldur Haraldsson Norðurskel

2. Skýrsla stjórnar

3. Ársreikningar kynntir

4. Umfjöllun um helstu verkefni

5. Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla ársreikninga

6. Skipun stjórnar

7. Önnur mál

1. Ávarp: Haraldur Haraldsson Norðurskel

Haraldur Haraldsson frá Norðurskel fjallaði um kræklingarækt og um fyrirtækið

Norðurskel sem stundar bláskeljarækt í Eyjafirði. Fram kom í máli Haraldar að ræktun á

bláskel er mjög vænleg á þessu svæði

2. Skýrsla stjórnar

Valur Knútsson stjórnarformaður AFE kynnti skýrslu stjórnar. Mörg verkefni hafa verið

unnin en þróunin er í þá átt að færri en jafnframt stærri verkefni eru unnin. Helstu

verkefnin voru Vaxtarsamningur Eyjafjarðar og vinna að stóriðjutengdum verkefnum en

þau hafa tekið stóran hluta af tíma starfsmanna. Önnur smærri verkefni hafa einnig verið

unnin. Rekstur félagsins gekk vel og var hagnaður af starfseminni eins og áætlun gerði

ráð fyrir.

3. Ársreikningar kynntir

Framkvæmdastjóri kynnti ársreikning fyrir rekstrarárið 2004. Rekstrartekjur hafa lækkað

nokkuð frá fyrra ári sökum breytinga á rekstri félagsins. Hagnaður var af rekstrinum upp

á 325.693 kr samanborið við tap upp á 1.800.179 kr árið 2003.

4. Umfjöllun um helstu verkefni

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir þeim verkefnum sem unnið var að á árinu 2004. Þau

helstu voru:

Markaðssókn – strandhögg – fyrirtækjasala

Orku- og stóriðjumál

IT torg

Vaxtarsamningur Eyjafjarðar

Álþynnuverksmiðja

5. Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla ársreikninga

Engar umræður voru um skýrslu stjórnar. Stjórn hafði samþykkt ársreikninga AFE og eru

ársreikningar því einungis bornir upp til kynningar fyrir aðalfundameðlimi.

6. Skipun stjórnar

Gerð var tillaga um eftirtalda aðila í stjórn:

Árni V. Friðriksson - Akureyri, Oktavía Jóhannesdóttir - Akureyri, Valur Knútsson -

Akureyri, Stefanía Traustadóttir - Ólafsfjörður og Árni K. Bjarnason -

Svalbarðsstrandahreppi. Varamenn eru Valdimar Bragason – Dalvíkurbyggð og Gísli

Aðalsteinsson – Akureyri.

Samþykkt samhljóða.

7. Önnur mál

Ekkert var tekið fyrir undir liðnum önnur mál.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 17:30

Fundargerð ritaði Halldór R. Gíslason

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is