Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

72. stjórnarfundur AFE

72. stjórnarfundur AFE var haldinn mánudaginn 20. júní kl. 16:00 að Borgum við Norðurslóð.

Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson, stjórnarformaður
Árni K. Bjarnason
Árni V. Friðriksson
Stefanía Traustadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir

Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE kom á fundinn kl. 17:15
Halldór Ragnar Gíslason, verkefnastjóri AFE

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Farið yfir fundargerð og þau mál sem þar voru.

Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt samhljóða.

4. Ráðning ráðgjafa vegna Vaxtarsamnings

Farið var beint í dagskrárlið 4 þar sem framkvæmdastjóri var ekki við til að gera grein fyrir málum 2 og 3. Fjallað almennt um Vaxtarsamninginn og ráðningu á ráðgjafa vegna verkefnisins. Rætt um að stjórnin fái fund með formanni Vaxtarsamnings og Benedikt Sigurðasyni stjórnarmanni Vaxtarsamnings. Umræður.

2. Staðan í stóriðjumálum

Framkvæmdastjóri fór yfir stóriðjumál en sama dag var skrifað undir viljayfirlýsingu á milli Alcoa, Iðnaðarráðuneytisins, Skagafjarðar, Akureyrarbæjar, Húsavíkur og Atvinnuþróunarfélaganna á Húsavík og Akureyri.

3. Álþynnuverksmiðja – næstu skref og fundir

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna í álþynnuverksmiðjunni. Umræður.

5. Önnur mál

Fjallað um vinnslu á mangan.

Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 8. ágúst kl. 16:00.

Fleira ekki rætt og fundir slitið kl. 18:00

Fundarritari: HRG

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is