Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

71. stjórnarfundur AFE

71. stjórnarfundur AFE var haldinn mánudaginn 30. maí kl. 16:00 að Borgum við Norðurslóð.

Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson, stjórnarformaður
Árni K. Bjarnason
Árni V. Friðriksson
Stefanía Traustadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir boðaði forföll

Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE
Halldór Ragnar Gíslason, verkefnastjóri AFE

1. Nýkjörin stjórn skiptir með sér verkum

Aldursforseti stjórnar, Árni V. Friðriksson, setti fund og bauð nýja stjórn velkomna. Árni V. kom með tillögu að óbreyttri verkaskiptingu stjórnar þannig að Valur Knútsson yrði formaður stjórnar, Stefanía Traustadóttir varaformaður og Árni V. Friðriksson ritari.

Tillaga að verkskiptingu stjórnar samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Formaður tók hér við fundarstjórn. Farið yfir síðustu fundargerð og þau mál sem þar voru.

Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt samhljóða.

3. Vaxtarsamningur – Breytingar á svæði

Valur og Halldór fóru yfir stöðuna í Vaxtarsamningnum og þau mál sem hæst ber þar. Umræður. Rætt um að fá formann stjórnar Vaxtarsamnings ásamt Benedikt Sigurðarsyni á næsta stjórnarfund AFE.

4. Ráðning ráðgjafa vegna Vaxtarsamnings

Formaður og framkvæmdastjóri fjölluðu um mögulega ráðningu á ráðgjafa til að sinna störfum er snúa að Vaxtarsamningi Eyjafjarðar skv. ósk frá framkvæmdaráði Vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Umræður.

Formanni og framkvæmdastjóra veitt umboð til að ganga til samninga við umsækjenda með fyrirvara um endanlegt samþykki stjórnar.

5. Önnur mál

  • Fundardagar í sumar
    Fundir í sumar verða dagana 20. júní og 8. ágúst. Annars er stefnt að fundum 2. mánudag í hverjum mánuði.
     
  • Stóriðja
    Framkvæmdastjóri fjallaði um stöðuna í stóriðjumálum.
     
  • Tækifæri á Grænlandi
    Umræður um möguleg tækifæri á Grænlandi í tengslum við námugröft þar. Vinnslu mangans hér á landi of.l.

Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 20. júní kl. 16:00.

Fleira ekki rætt og fundir slitið kl. 18:00

Fundarritari: HRG

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is