Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

76. stjórnarfundur AFE

76 stjórnarfundur AFE var haldinn mánudaginn 10. október kl. 16:00 að Borgum við Norðurslóð.

Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson, stjórnarformaður
Árni K. Bjarnason
Árni V. Friðriksson
Oktavía Jóhannesdóttir
Stefanía Traustadóttir

Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Samþykkt samhljóða

2. Kynning á nýjum starfsmanni: Hjalti Páll Þórarinsson

Framkvæmdastjóri greindi frá ráðningu Hjalta. 

3. Rekstur AFE

Framkvæmdastjóri fór yfir rekstur það sem af er árinu og rekstraráætlun fyrir það sem eftir er. Lögð fram rekstraráætlun fyrir árið 2006. Stjórn AFE samþykkir framlagða rekstraráætlun fyrir árið 2006.

4. Yfirlit helstu verkefna

Framkvæmdastjóri kynnti verkbókhald AFE og skýrði frá stöðu helstu verkefna sem eru í gangi og framundan eru. Umræður.

5. Húsnæðismál AFE

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir því að Orkustofnun hafi ákveðið að ráða tvo nýja starfsmenn og samhliða óskað eftir endurskoðun á húsaleigusamningi vegna þessa. Stjórn AFE felur framkvæmdastjóra að kanna þá möguleika sem eru í boði varðandi nýtt húsnæði.

6. Önnur mál

Lagt fram til kynningar bréf frá Lögmönnum Borgartúni er varðar meint samningsrof AFE á verktakasamningi. Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu í samráði við lögfræðing.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:00.

Fundarritari: MÞÁ

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is