Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

75. stjórnarfundur AFE

75 stjórnarfundur AFE var haldinn mánudaginn 5. september kl. 16:00 að Borgum við Norðurslóð.

Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson, stjórnarformaður
Árni K. Bjarnason
Gísli Aðalsteinsson, varamaður Akureyrarfulltrúa 

Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE
Halldór Ragnar Gíslason, verkefnastjóri AFE

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Samþykkt samhljóða

2. Vaxtarsamningur: framkvæmda og starfsmannamál

Framkvæmdastjóri greindi frá samningi við Bjarna Jónasson um að stýra verkefninu og lagði samninginn fyrir fundinn. Stjórn AFE staðfesti samninginn.

3. Álþynnuverksmiðja

Framkvæmdastjóri greindi frá fundi í verkefnisstjórn um álþynnuverksmiðju og helstu áföngum í núgildandi verkáætlun. Umræður.

4. Fyrirtækjakaup

Halldór skýrði frá fundi sem hann átti með dönskum fyrirtækjamiðlurum. Fjallað um möguleika á kaupum á iðnfyrirtækjum frá Evrópu. Umræður.

5. Rekstur AFE

Framkvæmdastjóri fór yfir rekstur það sem af er árinu og rekstraráætlun fyrir það sem eftir er. Farið yfir drög að rekstraráætlun fyrir árið 2006. Lögð fram drög að bréfi til sveitarfélaga um tímabundna hækkun framlaga vegna Vaxtarsamnings.  Stjórn AFE felur framkvæmdastjóra að óska eftir tímabundinni hækkun framlaga við aðildarsveitarfélög.

6. Önnur mál

Lagt fram uppsagnarbréf Halldórs Ragnars Gíslasonar.

Framkvæmdastjóra falið að ganga strax í að ráða nýjan starfsmann.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:00.

Fundarritari: MÞÁ

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is