Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

74. stjórnarfundur AFE

74. stjórnarfundur AFE var haldinn mánudaginn 15. ágúst kl. 15:00 að Borgum við Norðurslóð.

Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson, stjórnarformaður
Árni K. Bjarnason
Árni V. Friðriksson
Stefanía Traustadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir

Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE 

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt samhljóða.

2. Vaxtarsamningur: framkvæmda og starfsmannamál

Hér komu á fundinn Þorsteinn Gunnarsson, stjórnarformaður Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, ásamt stjórnarmönnunum Baldri Péturssyni og Sigríði Stefánsdóttur.

Magnús gerði grein fyrir fundi sem haldinn var í framkvæmdaráði Vaxtarsamnings Eyjafjarðar fyrr um daginn. Á þeim fundi var framkvæmdaráði gerð grein fyrir því að Halldór Ragnar Gíslason hefur verið leystur undan stöðu framkvæmdastjóra Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, að eigin ósk. Þorsteinn Gunnarsson, fór yfir stöðuna og ítrekaði þakkir til Halldórs fyrir vel unnin störf í þágu samningsins. Umræður.

Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samkomulagi við nýjan starfsmann, þar sem samráð verði haft við stjórnarformann Vaxtarsamnings. 

3. Önnur mál

Ekkert var tekið fyrir undir liðnum önnur mál.

Fleira ekki rætt og fundir slitið kl. 18:10

Fundarritari: Magnús Þór Ásgeirsson

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is