73. stjórnarfundur AFE
73. stjórnarfundur AFE var haldinn mánudaginn 8. ágúst kl. 16:00 að Borgum við Norðurslóð.
Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson, stjórnarformaður
Árni K. Bjarnason
Árni V. Friðriksson
Stefanía Traustadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE
Halldór Ragnar Gíslason, verkefnastjóri AFE
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt samhljóða.
2. Vaxtarsamningur: samningur við IMPRU og RHA
Lögð fram drög að samningi á milli AFE og IMPRU um að IMPRA taki að sér verkefni í Vaxtarsamningi Eyjafjarðar. Athugsemdir og umræður. Einnig er stefnt að samningi við RHA varðandi aðkomu þeirra að Vaxtarsamningnum, m.a. greiningarvinnu.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningi við IMPRU með fyrirvara um samþykki stjórnar.
3. Verkefnastaða til áramóta og starfsmannamál
Framkvæmdastjóri tjáði að þau hjónin ættu von á barni og því myndi hann óska eftir að fara í fæðingarorlof í lok nóvember.
Halldór óskaði eftir að verða leystur undan störfum við Vaxtarsamning Eyjafjarðar.
Lagt fram bréf frá Halldóri þar sem hann óskar eftir því að verða leystur undan störfum við Vaxtarsamning Eyjafjarðar. Stjórn verður við beiðni Halldórs. Stjórn felur varaformanni í fjarveru formanns ásamt framkvæmdastjóra að gera stjórnarformanni Vaxtarsamningsins grein fyrir þeirri stöðu sem upp er komin.
4. Rekstraryfirlit/áætlun 2005-08-09
Framkvæmdastjóri fór yfir rekstraryfirlit fyrir jan-jún 2005 og áætlun út árið. Umræður.
5. Önnur mál
Ekkert var tekið fyrir undir liðnum önnur mál.
Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 15. ágúst kl. 15:00.
Fleira ekki rætt og fundir slitið kl. 18:10
Fundarritari: HRG