68. fundur
Fundur stjórnar AFE var haldinn mánudaginn 24. janúar kl. 16:00 að Borgum við Norðurslóð.
Mættir stjórnarmenn:
Árni V. Friðriksson
Jóhann Ingólfsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valur Knútsson
Valdimar Bragason, varamaður
Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE
Halldór Ragnar Gíslason, verkefnastjóri AFE
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Samþykkt með breytingum.
2. Álþynnuverksmiðja
Framkvæmdastjóri greindi frá viðræðum og undirbúningi að byggingu álþynnuverksmiðju á Akureyri.
3. Vaxtasamningur
Halldór skýrði frá framkvæmd Vaxtarsamnings fyrir Eyjafjarðarsvæðið og sagði frá fyrirhuguðu námskeiði og ráðstefnu.
4. Önnur verkefni og helstu mál
- Skýrsla um opinber störf
- Millilandaflug frá Akureyri
- Samstarf á Norðurlandi um stóriðju
- Upplýsingafundur fyrir eigendur AFE
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu í nokkrum málum. Umræður.
5. Rekstur AFE 2004
Framkvæmdastjóri fór yfir fyrirliggjandi tölur varðandi afkomu félagsins á síðasta ári. Umræður.
Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 14. febrúar með fyrirvara um mögulega fjarveru framkvæmdastjóra.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:00.
Fundarritari: MÞÁ